Lífið

Langar að vera Idoldómari

Mariah Carey. MYND/Cover Media
Mariah Carey. MYND/Cover Media

Nick Cannon, 29 ára, lét hafa eftir sér að eiginkona hans, söngdívan Mariah Carey, 40 ára, segði ekki nei ef henni yrði boðið að dæma í America Idol keppninni en bætti við að hún hefði eflaust ekki tíma til að setjast í dómarasætið.

„Veistu hvað Mariah talar um þetta við mig. Hún sagði við mig síðast í gær að hún væri alveg til í að dæma í American Idol," sagði Nick.

„Hún er besta söngkona okkar tíma og yrði klárlega frábær dómari. Ég veit hinsvegar að hún hefur lítinn tíma aflögu."

Nick segir þættina ekki verða eins skemmtilega þegar Simon Cowell hverfur líkt og Ellen DeGeneres.

„Simon Cowell var og er akkeri þáttanna. Það verður erfitt að setjast í sætið hans en ef Ryan Seacrest og Andy Jackson halda áfram þá nennir fólk að horfa."

Jennifer Lopez kom til greina sem næsti dómari en kröfur hennar voru það miklar að Fox fékk nóg af primadonnustælunum og hætti við að ráða hana í starfið.

Heimasíða dívunnar.

Við spáðum fyrir heppnum lesendum Lífsinssíðunni okkar á Facebook í morgun. Vertu með næst!








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.