Sport

Tvö Íslandsmet hjá Hrafnhildi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir. Mynd/Eyþór

Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti tvö Íslandsmet er sveit Íslands bar sigur úr býtum á Sundmeistaramóti smáþjóða fór fram um helgina.

Mótið fór fram í Ásvallalaug í Hafnarfirði og vann íslenska sveitin með nokkrum yfirburðum. Sveitin hlaut 60.595 FINA-stig, meira en tvöfalt fleiri stig en sveitin frá Færeyjum.

Andorra varð í þriðja sæti, San Marino í því fjórða og Lúxemborg í fimmta.

Hrafnhildur bætti metið í 50 metra bringusundi er hún synti á 30,22 sekúndum og í 400 metra fjórsundi á tímanum 5:00,25 mínútum. Þá sló Kristinn Þórarinsson fimm drengjamet á mótinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×