Samstarf án stefnu Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 15. júlí 2010 06:00 Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs er mynduð um að tryggja efnahagslegan og félagslegan stöðugleika og leita þjóðarsamstöðu um leið Íslands til endurreisnar - nýjan stöðugleikasáttmála." Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar frá vori 2009. Ríkisstjórnin sem nú starfar er um margt ólík fyrri ríkisstjórnum Íslands. Af ýmsu er að taka en það sem einkum greinir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur frá öðrum stjórnum er að hún sem heild hefur ekki sérstaka stefnu. Sú staðreynd þarf svo sem ekki að koma á óvart því það hefur blasað við frá því að hún tók við völdum. Þá kynnti hún til sögunnar yfirlýsingu, sambærilega að formi þeim sem fyrri ríkisstjórnir hafa kynnt við upphaf starfstíma síns. Fram að því höfðu slíkar yfirlýsingar heitið stefnuyfirlýsingar og stjórnirnar einsettu sér að vinna eftir þeim en nú bar svo við að yfirlýsingin hét samstarfsyfirlýsing. Vissulega má hrósa ríkisstjórninni fyrir hreinskilnina en á móti verður að spyrja hvort ekki hefði verið nær að Samfylkingin og VG hefðu við stjórnarmyndunina tekið afstöðu til helstu mála, mótað sér stefnu í þeim og unnið eftir henni. Því hefðu óneitanlega fylgt talsverð þægindi fyrir samfélagið allt auk þess sem það hefði auðveldað ríkisstjórninni sjálfri úrlausn margvíslegra verkefna. Vitaskuld eru undantekningar frá þeirri reglu ríkisstjórnarinnar að hafa ekki stefnu. Ein er til dæmis að stofna atvinnuvegaráðuneyti. Önnur er að stuðla að beinum erlendum fjárfestingum. Þriðja er samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Í ljósi þess að helstu pólitísku andstæðinga þessara stefnumála ríkisstjórnarinnar er að finna í stjórninni sjálfri eða í nánasta baklandi hennar má telja skynsamlegt að skýru stefnumálin séu ekki fleiri. Færa má rök fyrir því að ein ríkisstjórn þoli ekki nema ákveðinn skammt af stjórnarandstöðu úr eigin röðum. Einn þeirra málaflokka sem ríkisstjórnin hefur ekki stefnu í eru skattamál. Er það býsna mikilvægur málaflokkur. En þar með er ekki sagt að ríkisstjórnin aðhafist ekki neitt í skattamálum. Eftir að hafa ráðist í viðamiklar breytingar á skattkerfinu á síðasta ári bað hún Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að skrifa fyrir sig skýrslu um skatta og setti um leið á fót starfshóp embættismanna til að leggja fram tillögur að breytingum á skattkerfinu. Hugsanlegt er að ríkisstjórnin ætli í framhaldinu að marka sér skattastefnu. Verður fróðlegt að sjá hve margir ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu styðja þá stefnu. Eins og sakir standa er ríkisstjórnin eyland. Við slíkar aðstæður er ógjörningur að markmið um „efnahagslegan og félagslegan stöðugleika" og „þjóðarsamtöðu um leið Íslands til endurreisnar" náist. Til að svo megi verða þurfa forystumenn stjórnarflokkanna að herða tökin á stjórn landsins og umfram allt að stika sér leið að markmiðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun
Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs er mynduð um að tryggja efnahagslegan og félagslegan stöðugleika og leita þjóðarsamstöðu um leið Íslands til endurreisnar - nýjan stöðugleikasáttmála." Samstarfsyfirlýsing ríkisstjórnarinnar frá vori 2009. Ríkisstjórnin sem nú starfar er um margt ólík fyrri ríkisstjórnum Íslands. Af ýmsu er að taka en það sem einkum greinir ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur frá öðrum stjórnum er að hún sem heild hefur ekki sérstaka stefnu. Sú staðreynd þarf svo sem ekki að koma á óvart því það hefur blasað við frá því að hún tók við völdum. Þá kynnti hún til sögunnar yfirlýsingu, sambærilega að formi þeim sem fyrri ríkisstjórnir hafa kynnt við upphaf starfstíma síns. Fram að því höfðu slíkar yfirlýsingar heitið stefnuyfirlýsingar og stjórnirnar einsettu sér að vinna eftir þeim en nú bar svo við að yfirlýsingin hét samstarfsyfirlýsing. Vissulega má hrósa ríkisstjórninni fyrir hreinskilnina en á móti verður að spyrja hvort ekki hefði verið nær að Samfylkingin og VG hefðu við stjórnarmyndunina tekið afstöðu til helstu mála, mótað sér stefnu í þeim og unnið eftir henni. Því hefðu óneitanlega fylgt talsverð þægindi fyrir samfélagið allt auk þess sem það hefði auðveldað ríkisstjórninni sjálfri úrlausn margvíslegra verkefna. Vitaskuld eru undantekningar frá þeirri reglu ríkisstjórnarinnar að hafa ekki stefnu. Ein er til dæmis að stofna atvinnuvegaráðuneyti. Önnur er að stuðla að beinum erlendum fjárfestingum. Þriðja er samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Í ljósi þess að helstu pólitísku andstæðinga þessara stefnumála ríkisstjórnarinnar er að finna í stjórninni sjálfri eða í nánasta baklandi hennar má telja skynsamlegt að skýru stefnumálin séu ekki fleiri. Færa má rök fyrir því að ein ríkisstjórn þoli ekki nema ákveðinn skammt af stjórnarandstöðu úr eigin röðum. Einn þeirra málaflokka sem ríkisstjórnin hefur ekki stefnu í eru skattamál. Er það býsna mikilvægur málaflokkur. En þar með er ekki sagt að ríkisstjórnin aðhafist ekki neitt í skattamálum. Eftir að hafa ráðist í viðamiklar breytingar á skattkerfinu á síðasta ári bað hún Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að skrifa fyrir sig skýrslu um skatta og setti um leið á fót starfshóp embættismanna til að leggja fram tillögur að breytingum á skattkerfinu. Hugsanlegt er að ríkisstjórnin ætli í framhaldinu að marka sér skattastefnu. Verður fróðlegt að sjá hve margir ráðherrar ríkisstjórnarinnar munu styðja þá stefnu. Eins og sakir standa er ríkisstjórnin eyland. Við slíkar aðstæður er ógjörningur að markmið um „efnahagslegan og félagslegan stöðugleika" og „þjóðarsamtöðu um leið Íslands til endurreisnar" náist. Til að svo megi verða þurfa forystumenn stjórnarflokkanna að herða tökin á stjórn landsins og umfram allt að stika sér leið að markmiðinu.