Sport

Anton Sveinn kominn með tvö gull á ÍM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Anton Sveinn McKee.
Anton Sveinn McKee. Mynd/Heimasíða Ægis
Anton Sveinn McKee úr Ægi varð í kvöld Íslandsmeistari í 200 metra flugsundi og vann þar með sitt annað gull á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem stendur nú yfir í Laugardalslauginni. Anton vann einnig 1500 metra skriðsund í gær.

Anton Sveinn synti úrslitasundið á 2:08,92 mínútum, annar var Jón Þór Hallgrímsson úr ÍA á 2:10,18 mínútum og þriðji Konráð Hrafnkelsson úr SH á 2:14,51 mínútum.

Salóme Jónsdóttir úr ÍA vann 200 metra flugsund kvenna, hún sigraði á 2:18,89 mínútum, önnur var Soffía Klemenzdóttir úr ÍRB og þriðja var Jóna Helena Bjarnadóttir úr ÍRB.

Orri Freyr Guðmundsson úr SH varð Íslansdmeistari í 100 metra skriðsundi á tímanum 51,88 sekúndum. Annar var Anton Sveinn McKee úr Ægi á 52,26 sekúndum og þriðji var Ágúst Júlíusson úr ÍA á 52,73 sekúndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×