Enginn brosir líkt og Ég Kjartan Guðmundsson skrifar 31. desember 2010 06:00 Lúxus upplifun með Ég. Tónlist Lúxus upplifun Hljómsveitin Ég Lúxus upplifun er þriðja plata Hljómsveitarinnar Ég, sem er Róbert Örn Hjálmtýsson ásamt aðstoðarmönnum, og sú fyrsta síðan hin stórskemmtilega Plata ársins kom út fyrir heilum fimm árum. Ekki er hægt að segja að hljómsveitin Ég hafi tekið róttækum breytingum á þeim tíma. Róbert fetar kunnuglegar slóðir í áheyrilegu furðupoppi og helst að stórskemmtilegir textarnir hafi þokast í eilítið persónulegri og einlægari átt, sem er vel. Einnig er engu líkara en Róbert hafi öðlast meira sjálfstraust í söngnum. Hann skrúfar betur frá en áður, en þó hættir enn til að gæta einhæfni í raddbeitingu. Erfitt er að verjast þeirri hugsun að hlustendur eigi enn eftir að heyra það besta frá Róberti í þeim efnum. Sjálfur leikur Róbert á langflest hljóðfæri. Þegar best lætur virkar það fínt og skilar sér í afar auðþekkjanlegum og notalegum stíl sem er vissulega hans eigin. Á einstaka stað virkar þó hljóðfæraleikurinn, og þá sérstaklega trommurnar sem eiga til að grautast áfram, heftandi fyrir lagasmíðar sem lofa góðu en eiga í erfiðleikum með að hefja sig til flugs. Góðu heilli er þau tilfelli þó undantekningin sem sannar regluna. Þá má ætla að litríkar lagasmíðarnar, sem fylgja fáum formúlum. byðu upp á örlítið meiri hugmyndaauðgi í útsetningum, en þær dansa á mörkum þess að vera full keimlíkar frá lagi til lags. Að því sögðu er hér á ferð hin fínasta plata með listamanni sem fer sínar eigin leiðir í flestu sem hann tekur sér fyrir hendur. Þeir sem hingað til hafa kunnað að meta Hljómsveitina Ég verða fráleitt sviknir af Lúxus upplifun, en Róbert færi líka létt með að bæta fleiri aðdáendum í hópinn með fjölbreyttari áherslum. Niðurstaða: Hljómsveitin Ég á kunnuglegum slóðum með sitt fína furðupopp og sérstaka stíl. Frábær textagerð en einhæfni gætir á stöku stað í raddbeitingu og útsetningum. Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Lúxus upplifun Hljómsveitin Ég Lúxus upplifun er þriðja plata Hljómsveitarinnar Ég, sem er Róbert Örn Hjálmtýsson ásamt aðstoðarmönnum, og sú fyrsta síðan hin stórskemmtilega Plata ársins kom út fyrir heilum fimm árum. Ekki er hægt að segja að hljómsveitin Ég hafi tekið róttækum breytingum á þeim tíma. Róbert fetar kunnuglegar slóðir í áheyrilegu furðupoppi og helst að stórskemmtilegir textarnir hafi þokast í eilítið persónulegri og einlægari átt, sem er vel. Einnig er engu líkara en Róbert hafi öðlast meira sjálfstraust í söngnum. Hann skrúfar betur frá en áður, en þó hættir enn til að gæta einhæfni í raddbeitingu. Erfitt er að verjast þeirri hugsun að hlustendur eigi enn eftir að heyra það besta frá Róberti í þeim efnum. Sjálfur leikur Róbert á langflest hljóðfæri. Þegar best lætur virkar það fínt og skilar sér í afar auðþekkjanlegum og notalegum stíl sem er vissulega hans eigin. Á einstaka stað virkar þó hljóðfæraleikurinn, og þá sérstaklega trommurnar sem eiga til að grautast áfram, heftandi fyrir lagasmíðar sem lofa góðu en eiga í erfiðleikum með að hefja sig til flugs. Góðu heilli er þau tilfelli þó undantekningin sem sannar regluna. Þá má ætla að litríkar lagasmíðarnar, sem fylgja fáum formúlum. byðu upp á örlítið meiri hugmyndaauðgi í útsetningum, en þær dansa á mörkum þess að vera full keimlíkar frá lagi til lags. Að því sögðu er hér á ferð hin fínasta plata með listamanni sem fer sínar eigin leiðir í flestu sem hann tekur sér fyrir hendur. Þeir sem hingað til hafa kunnað að meta Hljómsveitina Ég verða fráleitt sviknir af Lúxus upplifun, en Róbert færi líka létt með að bæta fleiri aðdáendum í hópinn með fjölbreyttari áherslum. Niðurstaða: Hljómsveitin Ég á kunnuglegum slóðum með sitt fína furðupopp og sérstaka stíl. Frábær textagerð en einhæfni gætir á stöku stað í raddbeitingu og útsetningum.
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira