Annmarkar skýrslunnar góðu Þorvaldur Gylfason skrifar 8. júlí 2010 06:00 Þótt skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis (RNA) sé góðra gjalda verð, eru á henni annmarkar, sem bæta þarf úr. Skýrslan flettir að sönnu ofan af fullyrðingum stjórnvalda um Ísland sem fórnarlamb fjármálakreppunnar úti í heimi. Ekki þurftu Norðurlönd á neyðaraðstoð Alþjóðagjaldeyris-sjóðsins (AGS) að halda vegna kreppunnar. Þvert á móti hafa þau stutt Ísland með lánveitingum í samstarfi við AGS. Hrunið var heimatilbúið, þótt neistinn, sem kveikti bálið, bærist að utan. Skýrsla RNA tekur af tvímæli um þetta, og það gera einnig aðrar heimildir. Undan þeirri niðurstöðu verður ekki vikizt. Höfuðályktun skýrslu RNA hljóðar svo: „Skýringar á falli Glitnis banka hf., Kaupþings banka hf. og Landsbanka Íslands hf. er fyrst og fremst að finna í örum vexti þeirra og þar með stærð þeirra þegar þeir féllu í október 2008." (1. bindi, bls. 31). Þetta er eins og að segja, að kviknað hafi í húsi, af því að eldur brauzt út. Fullnægjandi rannsókn á eldsvoða þarf að tilgreina eldsupptökin, enda var það meginhlutverk nefndarinnar „að draga upp heildarmynd af aðdraganda að falli bankanna og leita svara við spurningunni um hverjar hafi verið orsakir þess." (1. bindi, bls. 23). Skýrsla RNA fjallar að vísu ítarlega um einkavæðingu bankanna og rekur ýmsa galla á framkvæmd hennar. Skýrslan afhjúpar sinnuleysi, spillingu og vanrækslu í valdstjórninni og lögbrot í bönkunum. Skýrslan vísar þó hvergi til rita þekktra fræðimanna um bankarán að innanverðu eins og bandaríski prófessorinn Willam Black, sem er manna fróðastur um málið, hefur bent á. Nefndin hefði þurft að kafa dýpra og fjalla um fleira, til dæmis sparisjóðina, hrun lífeyrissjóða og REI-málið. Það bíður. Ónýtt rannsóknarúrræðiLögin um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna veita svohljóðandi heimild: „Ef maður af ásetningi neitar að gegna skyldu sinni til að veita nefndinni upplýsingar samkvæmt ákvæðum þessara laga skal hann sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Sömu refsingu varðar að gefa nefndinni rangar eða villandi upplýsingar …" Þessu rannsóknarúrræði er oft beitt erlendis til að veita skýrslugjöfum, sem liggja undir grun um vitneskju um lögbrot, kost á að segja til brotanna ellegar fremja meinsæri. Ekki verður séð, að nefndin hafi beitt þessu úrræði til að spyrja bankamenn um þrálátan orðróm innan lands og utan um fjárböðun bankanna í þágu rússneskra glæpasamtaka. Þess sjást heldur engin merki í skýrslu RNA, að varaformaður bankaráðs, sem hefur setið í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins samfleytt frá 1977 og situr þar enn, hafi verið spurður um lögbrotin, sem Sverrir Hermannsson, fyrrum bankastjóri Landsbankans, hefur borið á varaformanninn fyrrverandi í fjölmörgum blaðagreinum mörg undangengin ár - nú síðast hér í Fréttablaðinu 17. febrúar. Nefndin kaus raunar ekki heldur að ræða við Sverri, þótt hann hafi margsinnis bent meðal annars á meint lögbrot eins þeirra manna, sem stýrðu Landsbankanum fram að hruni. Vettvangslýsing Sverris hefði átt heima í skýrslunni og hlýtur nú að liggja á borðum saksóknara ásamt öðrum málum, sem varða stjórnendur og eigendur bankanna.Margt bendir til, að meint lögbrot fyrrum varaformanns bankaráðs Landsbankans, hvort heldur þau snúast um ólöglega meðferð trúnaðarupplýsinga um fjárhag einstakra viðskiptavina eða óeðlileg viðskipti í tengslum við einkavæðingu bankanna svo sem Sverrir Hermannsson hefur marglýst á prenti, hafi ekki verið einsdæmi í ríkisbönkunum fram að einkavæðingu. Um þetta má hafa ýmsar munnlegar heimildir til marks og einnig skriflegar, til dæmis dagbækur Matthíasar Johannessen, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins, sem eru aðgengilegar á vefnum. En svo lengi sem ekki eru lagðar fram dómtækar sannanir af því tagi, sem skýrsla RNA leggur fram um ýmis mál, munu erindrekar spillingarinnar og lögbrotanna halda áfram að þræta. Fjárböðun í LettlandiFordæmi Lettlands er fróðlegt í þessu viðfangi. Þar hafa margir þótzt vita, að innlendir bankar böðuðu fé fyrir Rússa. Orðrómurinn var þrálátur. Bankamenn og stjórnmálamenn hættu smám saman að þræta. Fjölmiðlar fjalla nú opinskátt um málið, og það hefur einnig AGS gert í skýrslu um Lettland. Lettar reyna ekki lengur að villa á sér heimildir. En þótt fjárböðun fyrir Rússa sé nú viðurkennd staðreynd í Lettlandi, er ekki víst, að öll kurl séu komin til grafar. Rússatengslunum er lýst sem eðlilegri bankaþjónustu líkt og þeirri þjónustu, sem svissneskir bankar hafa veitt viðskiptavinum sínum. Það er virðingarvert, að Lettar skuli gangast við þessu háttalagi frekar en að hanga á lyginni líkt og hundar á roði. Íslendingar þyrftu að taka sér slíka hreinskilni til fyrirmyndar og koma á fót sérstakri stofnun til að kljást við spillingu. Svíar settu slíka stofnun (Riksenheten mot korruption) á laggirnar hjá sér eftir stjórnarskiptin 2006. Það má kalla hyggilegar forvarnir í svo að segja óspilltu landi. Við þurfum vandlegar skýrslur um fyrri tíð og nútímann auk forvarna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Þótt skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis (RNA) sé góðra gjalda verð, eru á henni annmarkar, sem bæta þarf úr. Skýrslan flettir að sönnu ofan af fullyrðingum stjórnvalda um Ísland sem fórnarlamb fjármálakreppunnar úti í heimi. Ekki þurftu Norðurlönd á neyðaraðstoð Alþjóðagjaldeyris-sjóðsins (AGS) að halda vegna kreppunnar. Þvert á móti hafa þau stutt Ísland með lánveitingum í samstarfi við AGS. Hrunið var heimatilbúið, þótt neistinn, sem kveikti bálið, bærist að utan. Skýrsla RNA tekur af tvímæli um þetta, og það gera einnig aðrar heimildir. Undan þeirri niðurstöðu verður ekki vikizt. Höfuðályktun skýrslu RNA hljóðar svo: „Skýringar á falli Glitnis banka hf., Kaupþings banka hf. og Landsbanka Íslands hf. er fyrst og fremst að finna í örum vexti þeirra og þar með stærð þeirra þegar þeir féllu í október 2008." (1. bindi, bls. 31). Þetta er eins og að segja, að kviknað hafi í húsi, af því að eldur brauzt út. Fullnægjandi rannsókn á eldsvoða þarf að tilgreina eldsupptökin, enda var það meginhlutverk nefndarinnar „að draga upp heildarmynd af aðdraganda að falli bankanna og leita svara við spurningunni um hverjar hafi verið orsakir þess." (1. bindi, bls. 23). Skýrsla RNA fjallar að vísu ítarlega um einkavæðingu bankanna og rekur ýmsa galla á framkvæmd hennar. Skýrslan afhjúpar sinnuleysi, spillingu og vanrækslu í valdstjórninni og lögbrot í bönkunum. Skýrslan vísar þó hvergi til rita þekktra fræðimanna um bankarán að innanverðu eins og bandaríski prófessorinn Willam Black, sem er manna fróðastur um málið, hefur bent á. Nefndin hefði þurft að kafa dýpra og fjalla um fleira, til dæmis sparisjóðina, hrun lífeyrissjóða og REI-málið. Það bíður. Ónýtt rannsóknarúrræðiLögin um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna veita svohljóðandi heimild: „Ef maður af ásetningi neitar að gegna skyldu sinni til að veita nefndinni upplýsingar samkvæmt ákvæðum þessara laga skal hann sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Sömu refsingu varðar að gefa nefndinni rangar eða villandi upplýsingar …" Þessu rannsóknarúrræði er oft beitt erlendis til að veita skýrslugjöfum, sem liggja undir grun um vitneskju um lögbrot, kost á að segja til brotanna ellegar fremja meinsæri. Ekki verður séð, að nefndin hafi beitt þessu úrræði til að spyrja bankamenn um þrálátan orðróm innan lands og utan um fjárböðun bankanna í þágu rússneskra glæpasamtaka. Þess sjást heldur engin merki í skýrslu RNA, að varaformaður bankaráðs, sem hefur setið í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins samfleytt frá 1977 og situr þar enn, hafi verið spurður um lögbrotin, sem Sverrir Hermannsson, fyrrum bankastjóri Landsbankans, hefur borið á varaformanninn fyrrverandi í fjölmörgum blaðagreinum mörg undangengin ár - nú síðast hér í Fréttablaðinu 17. febrúar. Nefndin kaus raunar ekki heldur að ræða við Sverri, þótt hann hafi margsinnis bent meðal annars á meint lögbrot eins þeirra manna, sem stýrðu Landsbankanum fram að hruni. Vettvangslýsing Sverris hefði átt heima í skýrslunni og hlýtur nú að liggja á borðum saksóknara ásamt öðrum málum, sem varða stjórnendur og eigendur bankanna.Margt bendir til, að meint lögbrot fyrrum varaformanns bankaráðs Landsbankans, hvort heldur þau snúast um ólöglega meðferð trúnaðarupplýsinga um fjárhag einstakra viðskiptavina eða óeðlileg viðskipti í tengslum við einkavæðingu bankanna svo sem Sverrir Hermannsson hefur marglýst á prenti, hafi ekki verið einsdæmi í ríkisbönkunum fram að einkavæðingu. Um þetta má hafa ýmsar munnlegar heimildir til marks og einnig skriflegar, til dæmis dagbækur Matthíasar Johannessen, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins, sem eru aðgengilegar á vefnum. En svo lengi sem ekki eru lagðar fram dómtækar sannanir af því tagi, sem skýrsla RNA leggur fram um ýmis mál, munu erindrekar spillingarinnar og lögbrotanna halda áfram að þræta. Fjárböðun í LettlandiFordæmi Lettlands er fróðlegt í þessu viðfangi. Þar hafa margir þótzt vita, að innlendir bankar böðuðu fé fyrir Rússa. Orðrómurinn var þrálátur. Bankamenn og stjórnmálamenn hættu smám saman að þræta. Fjölmiðlar fjalla nú opinskátt um málið, og það hefur einnig AGS gert í skýrslu um Lettland. Lettar reyna ekki lengur að villa á sér heimildir. En þótt fjárböðun fyrir Rússa sé nú viðurkennd staðreynd í Lettlandi, er ekki víst, að öll kurl séu komin til grafar. Rússatengslunum er lýst sem eðlilegri bankaþjónustu líkt og þeirri þjónustu, sem svissneskir bankar hafa veitt viðskiptavinum sínum. Það er virðingarvert, að Lettar skuli gangast við þessu háttalagi frekar en að hanga á lyginni líkt og hundar á roði. Íslendingar þyrftu að taka sér slíka hreinskilni til fyrirmyndar og koma á fót sérstakri stofnun til að kljást við spillingu. Svíar settu slíka stofnun (Riksenheten mot korruption) á laggirnar hjá sér eftir stjórnarskiptin 2006. Það má kalla hyggilegar forvarnir í svo að segja óspilltu landi. Við þurfum vandlegar skýrslur um fyrri tíð og nútímann auk forvarna.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun