Körfubolti

IE-deild karla: Sigrar hjá Hamri og Grindavík

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Helgi Jónas, þjálfari Grindavíkur.
Helgi Jónas, þjálfari Grindavíkur.

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld. KR, Grindavík og Hamar unnu öll sigra en sigur Hamars á Keflavík kemur mest á óvart.

Andre Dabney og Ellert Arnarsson áttu mjög góðan leik í sigri Hamars á Keflavík í Hveragerði. Hörður Axel Vilhjálmsson átti stórleik hjá Keflavík en það dugði ekki til.

Semaj Inge átti einnig rosalega leik fyrir Hauka en Grindvíkingar voru einfaldlega sterkari.

Úrslit kvöldsins:

Hamar-Keflavík 90-85 (29-18, 23-17, 22-18, 16-32)

Hamar: Andre Dabney 28, Ellert Arnarson 27/5 fráköst/7 stoðsendingar, Darri Hilmarsson 12/5 fráköst, Ragnar Á. Nathanaelsson 8/8 fráköst/3 varin skot, Svavar Páll Pálsson 7/8 fráköst, Nerijus Taraskus 6, Kjartan Kárason 2/5 fráköst.

Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 34, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14/6 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 11, Elentínus Margeirsson 9, Gunnar Einarsson 8, Jón Nordal Hafsteinsson 6/4 fráköst, Gunnar H. Stefánsson 3.

Haukar-Grindavík 84-100 (24-28, 15-18, 22-27, 23-27)

Haukar: Semaj Inge 40/6 fráköst/5 stoðsendingar, Gerald  Robinson 20/17 fráköst, Sævar Ingi Haraldsson 13/5 stoðsendingar, Óskar Ingi Magnússon 5, Örn Sigurðarson 4, Sveinn Ómar Sveinsson 2/4 fráköst.

Grindavík: Andre Smith 18/5 stoðsendingar, Páll Axel Vilbergsson 18/8 fráköst/5 stoðsendingar, Björn Steinar Brynjólfsson 15, Ólafur Ólafsson 11/4 fráköst, Guðlaugur Eyjólfsson 10, Ryan Pettinella 10/11 fráköst, Þorleifur Ólafsson 8, Ómar Örn Sævarsson 4/11 fráköst/4 varin skot, Almar Stefán Guðbrandsson 3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×