Leitin að ljúfa október Brynhildur Björnsdóttir skrifar 8. október 2010 06:00 Mér hefur alltaf þótt vænt um október. Þá ná haustlitirnir hámarki í allri sinni dýrð, uppnámið sem skapast í september þegar nýjar skorður eru settar á daglegt líf eftir upplausn sumarleyfa er að baki og veturinn blasir við, fullur af bókum og tónlist, kertaljósi og notalegum kulda. Svoleiðis október hefur hins vegar verið fjarri góðu gamni, að minnsta kosti hingað til. Nýliðin fyrsta vika október er svo langt frá venjulegum hversdegi að það liggur við að hana verði að ramma inn og gera að listaverki svo hún gleymist ekki. Það er, með orðum íslenska handknattleiksliðsins, allt að verða vitlaust. Það sem af er október hefur eftirfarandi gerst: Reitt fólk henti eggi í prest. Skyrdrykkjum, tómötum og golfkúlum rigndi yfir réttláta, rangláta og preláta, lögreglumenn, Alþingishúsið og Dómkirkjuna, sem daginn eftir voru afgirt með rammgerðri girðingu. Kúbverska fánanum, anarkistafána, rauðum byltingarfána með mynd af Che Guevara, nýnasistafána, gamalnasistafána og fána með merki eilífðarinnar og endaleysisins (áttu á hliðinni, sem ég komst aldrei að því hver á eða hvað stendur fyrir), var veifað saman á Austurvelli, á meðan bekkjum var kippt kurteislega undan þeim sem uppi á þeim stóðu til að sjá betur, til að brenna þá á báli á miðjum velli. Það eru ekki jól í október, heldur gamlárskvöld, eins og fyrrnefnd brenna og flugeldasýningar sönnuðu þetta kvöld. Ríkissaksóknari lét í fjölmiðlum í ljós þá skoðun sína að verra væri að vera sá sem er sakaður um nauðgun en að verða fyrir henni og alþingismaður sagði að listamenn ættu bara að gera svo vel og fá sér almennilega vinnu. Alþingismaðurinn hefur reyndar beðist afsökunar, enda háður áliti almennings um starf sitt og vinnufrið og þarf að standa skil á því sem hann segir. Ríkissaksóknari þarf greinilega ekki að gera það enda virðist honum vera skítsama þó að flestir séu sammála um að téð orð hans geri hann vanhæfan í starfi. Sólin skín dag eftir dag og börn fara í stuttermabolum á leikskólann enda fjórtán stiga hiti og stundum meira. Snarruglað birki sendir frá sér vorilm, vorlaukar kíkja ringlaðir upp úr moldinni og harðgerðir fíflar sjá sér leik á borði fyrir framhaldslíf. Húfur og treflar hanga afskipt inni í skáp. Þetta er enginn venjulegur október. Október 2008 var það ekki heldur og hamingjan má vita hvað gerist í október 2012. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun
Mér hefur alltaf þótt vænt um október. Þá ná haustlitirnir hámarki í allri sinni dýrð, uppnámið sem skapast í september þegar nýjar skorður eru settar á daglegt líf eftir upplausn sumarleyfa er að baki og veturinn blasir við, fullur af bókum og tónlist, kertaljósi og notalegum kulda. Svoleiðis október hefur hins vegar verið fjarri góðu gamni, að minnsta kosti hingað til. Nýliðin fyrsta vika október er svo langt frá venjulegum hversdegi að það liggur við að hana verði að ramma inn og gera að listaverki svo hún gleymist ekki. Það er, með orðum íslenska handknattleiksliðsins, allt að verða vitlaust. Það sem af er október hefur eftirfarandi gerst: Reitt fólk henti eggi í prest. Skyrdrykkjum, tómötum og golfkúlum rigndi yfir réttláta, rangláta og preláta, lögreglumenn, Alþingishúsið og Dómkirkjuna, sem daginn eftir voru afgirt með rammgerðri girðingu. Kúbverska fánanum, anarkistafána, rauðum byltingarfána með mynd af Che Guevara, nýnasistafána, gamalnasistafána og fána með merki eilífðarinnar og endaleysisins (áttu á hliðinni, sem ég komst aldrei að því hver á eða hvað stendur fyrir), var veifað saman á Austurvelli, á meðan bekkjum var kippt kurteislega undan þeim sem uppi á þeim stóðu til að sjá betur, til að brenna þá á báli á miðjum velli. Það eru ekki jól í október, heldur gamlárskvöld, eins og fyrrnefnd brenna og flugeldasýningar sönnuðu þetta kvöld. Ríkissaksóknari lét í fjölmiðlum í ljós þá skoðun sína að verra væri að vera sá sem er sakaður um nauðgun en að verða fyrir henni og alþingismaður sagði að listamenn ættu bara að gera svo vel og fá sér almennilega vinnu. Alþingismaðurinn hefur reyndar beðist afsökunar, enda háður áliti almennings um starf sitt og vinnufrið og þarf að standa skil á því sem hann segir. Ríkissaksóknari þarf greinilega ekki að gera það enda virðist honum vera skítsama þó að flestir séu sammála um að téð orð hans geri hann vanhæfan í starfi. Sólin skín dag eftir dag og börn fara í stuttermabolum á leikskólann enda fjórtán stiga hiti og stundum meira. Snarruglað birki sendir frá sér vorilm, vorlaukar kíkja ringlaðir upp úr moldinni og harðgerðir fíflar sjá sér leik á borði fyrir framhaldslíf. Húfur og treflar hanga afskipt inni í skáp. Þetta er enginn venjulegur október. Október 2008 var það ekki heldur og hamingjan má vita hvað gerist í október 2012.