Hlynur Bæringsson átti frábæran leik í frumraun sinni í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.
Sundsvall vann í kvöld stórsigur á Örebro, 89-60, og var Hlynur bæði með flest stig og flest fráköst í fyrrnefnda liðinu, 20 stig og fimmtán fráköst.
Jakob Sigurðarson var einnig atkvæðamikill í kvöld en hann skoraði fimmtán stig. Báðir voru í byrjunarliði Sundsvall.
Hlynur lék í rúmar 33 mínútur og Jakob í 28 mínútur.