Maðurinn með ljáinn Jónas Sen skrifar 14. september 2010 08:00 Dauðadans Liszts er með því flottasta sem tónlistarrýnir hefur heyrt frá Víkingi Heiðari. Fréttablaðið/Stefán Tónleikar/ **** Sinfóníutónleikar í Háskólabíói Einleikari: Víkingur Heiðar ÓlafssonStjórnandi: Ivan Volkov. Djöfullinn kom á tónleika Sinfóníunnar á föstudagskvöldið. Og maðurinn með ljáinn. Á dagskránni voru Dauðadans og Djöflavals eftir Liszt, hugleiðingar eftir Rakmaninoff um mann sem sagður var hafa gert samning við djöfulinn, og fleira góðgæti. Einleikari var píanistinn Víkingur Heiðar Ólafsson. Hann var klæddur í stíl við tónlistina, í svörtum fötum með rautt hálstau. Sakleysisleg hárgreiðslan var þó í undarlegri mótsögn við fatastílinn. Manni datt í hug fermingardrengur sem hefur lent á villigötum og liggur yfir bókum um svartagaldur. En Víkingur var ekki á neinum villigötum við píanóið. Dauðadansinn, Totentanz eftir Liszt, lék í höndum hans. Miðaldastemningin í músíkinni var sterk og grípandi, innhverfir hlutar verksins myrkir og hraðir kaflar þrungnir sprengikrafti. Án efa var þetta með því flottasta sem ég hef heyrt frá Víkingi. Rakmaninoff kom ekki alveg eins vel út. Tónlistin er röð tilbrigða um stef eftir Paganini, fiðlusnillinginn sem var svo flinkur að mönnum þótti það yfirnáttúrulegt. Vissulega var djöfullegur kraftur í leik Víkings, og hann spilaði líka af nákvæmni. Það vantaði bara frásögnina í túlkunina. Uppbyggingin var ekki nægilega markviss. Útkoman var fremur flöt; það gerðist ekki margt í tónlistinni. Maður hafði stundum á tilfinningunni að Víkingur væri að flýta sér. Ramminn utan um píanóeinleikinn var hljómsveitarverk. Fyrst var hinn líflegi Rúmenski konsert eftir György Ligeti, sem lést fyrir nokkrum árum. Konsertinn byggir á þjóðlögum og var sérlega skemmtilegur í meðförum hljómsveitarstjórans, Ilans Volkov. Sinfónían spilaði einstaklega vel, hver hljóðfærahópur var með sitt á hreinu. Konsertmeistarinn Sigrún Eðvaldsdóttir átti nokkur glæsileg sóló. Útkoman var hreint út sagt rafmögnuð. Minna er hægt að segja um ómerkilega hljómsveitarútgáfu á Djöfla-, eða Mefistóvalsinum eftir Liszt, sem á eftir kom. Hann hefði sómt sér ágætlega á Vínartónleikum. En Eldfuglinn eftir Stravinskíj, lokaverk tónleikanna, var frábær! Þetta er upphaflega balletttónlist, en hér voru leiknir úr henni sex samhangandi kaflar. Volkov hélt utan um alla þræði af gríðarlegri festu og öryggi, skapaði ævintýraheim ótal lita og blæbrigða. Stígandin var svo vel útfærð að maður gersamlega gleymdi sér við að hlusta. Volkov er flottur stjórnandi, helst mátti finna að dálítið litlausum meðleik í einleiksverkinu eftir Liszt. Bragðmikil túlkun píanóleikarans fékk ekki mikinn stuðning frá hljómsveitinni. Sem betur fer var Víkingur þar í svo miklum ham að það héldu honum engin bönd. Niðurstaða: Í það heila flottir tónleikar, Víkingur Heiðar spilaði Liszt af stakri glæsimennsku, en Rakmaninoff var aðeins síðri. Stjórnandinn Ilan Volkov átti víða frábæra spretti. Lífið Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónleikar/ **** Sinfóníutónleikar í Háskólabíói Einleikari: Víkingur Heiðar ÓlafssonStjórnandi: Ivan Volkov. Djöfullinn kom á tónleika Sinfóníunnar á föstudagskvöldið. Og maðurinn með ljáinn. Á dagskránni voru Dauðadans og Djöflavals eftir Liszt, hugleiðingar eftir Rakmaninoff um mann sem sagður var hafa gert samning við djöfulinn, og fleira góðgæti. Einleikari var píanistinn Víkingur Heiðar Ólafsson. Hann var klæddur í stíl við tónlistina, í svörtum fötum með rautt hálstau. Sakleysisleg hárgreiðslan var þó í undarlegri mótsögn við fatastílinn. Manni datt í hug fermingardrengur sem hefur lent á villigötum og liggur yfir bókum um svartagaldur. En Víkingur var ekki á neinum villigötum við píanóið. Dauðadansinn, Totentanz eftir Liszt, lék í höndum hans. Miðaldastemningin í músíkinni var sterk og grípandi, innhverfir hlutar verksins myrkir og hraðir kaflar þrungnir sprengikrafti. Án efa var þetta með því flottasta sem ég hef heyrt frá Víkingi. Rakmaninoff kom ekki alveg eins vel út. Tónlistin er röð tilbrigða um stef eftir Paganini, fiðlusnillinginn sem var svo flinkur að mönnum þótti það yfirnáttúrulegt. Vissulega var djöfullegur kraftur í leik Víkings, og hann spilaði líka af nákvæmni. Það vantaði bara frásögnina í túlkunina. Uppbyggingin var ekki nægilega markviss. Útkoman var fremur flöt; það gerðist ekki margt í tónlistinni. Maður hafði stundum á tilfinningunni að Víkingur væri að flýta sér. Ramminn utan um píanóeinleikinn var hljómsveitarverk. Fyrst var hinn líflegi Rúmenski konsert eftir György Ligeti, sem lést fyrir nokkrum árum. Konsertinn byggir á þjóðlögum og var sérlega skemmtilegur í meðförum hljómsveitarstjórans, Ilans Volkov. Sinfónían spilaði einstaklega vel, hver hljóðfærahópur var með sitt á hreinu. Konsertmeistarinn Sigrún Eðvaldsdóttir átti nokkur glæsileg sóló. Útkoman var hreint út sagt rafmögnuð. Minna er hægt að segja um ómerkilega hljómsveitarútgáfu á Djöfla-, eða Mefistóvalsinum eftir Liszt, sem á eftir kom. Hann hefði sómt sér ágætlega á Vínartónleikum. En Eldfuglinn eftir Stravinskíj, lokaverk tónleikanna, var frábær! Þetta er upphaflega balletttónlist, en hér voru leiknir úr henni sex samhangandi kaflar. Volkov hélt utan um alla þræði af gríðarlegri festu og öryggi, skapaði ævintýraheim ótal lita og blæbrigða. Stígandin var svo vel útfærð að maður gersamlega gleymdi sér við að hlusta. Volkov er flottur stjórnandi, helst mátti finna að dálítið litlausum meðleik í einleiksverkinu eftir Liszt. Bragðmikil túlkun píanóleikarans fékk ekki mikinn stuðning frá hljómsveitinni. Sem betur fer var Víkingur þar í svo miklum ham að það héldu honum engin bönd. Niðurstaða: Í það heila flottir tónleikar, Víkingur Heiðar spilaði Liszt af stakri glæsimennsku, en Rakmaninoff var aðeins síðri. Stjórnandinn Ilan Volkov átti víða frábæra spretti.
Lífið Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira