Lífið

Ekkert brúðkaup framundan

Elisabetta Canalis  og George Clooney. MYND/Cover Media
Elisabetta Canalis og George Clooney. MYND/Cover Media

George Clooney, 49 ára, neyddist til að gefa út yfirlýsingu um að hann er ekki um það bil að ganga í heilagt hjónaband með unnustu sinni, Elisabettu Canalis, 31 árs.

Mynd af Elisabettu birtist í ítölskum fjölmiðlum þar sem hún snæddi hádegisverð á veitingahúsi ásamt vinkonum sínum og sýndi þeim skælbrosandi risastóran hring. Í kjölfarið fór saga af stað um að brúðkaup væri í undirbúningi.

„Þetta var servíettuhringur," útskýrði fulltrúi George spurður út í umræddan hring sem Elisabetta var með.

Parið byrjaði saman á síðasta ári og nú hefur fjölmiðlafulltrúi hans sent út tilkynningu þar sem segir að ekkert brúðkaup sé á dagskránni.

Við spáðum fyrir lesendum Lífsins í dag á Facebooksíðunni okkar. Vertu með næst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.