Suðurríkja-Strokes verður að sveitalubba-Bon Jovi 7. október 2010 10:00 MANCHESTER, TN - JUNE 11: Lead singer and guitarist Caleb Followill of Kings of Leon performs during day 2 of the Bonnaroo Music and Arts Festival at the Bonnaroo Festival Grounds on June 11, 2010 in Manchester, Tennessee. (Photo by Skip Bolen/WireImage) Getty: 010445 Fimmta plata Kings of Leon er væntanleg í október. Hljómsveitin varð gríðarlega vinsæl í kjölfar síðustu plötu, en ætlaði að leita aftur til rótanna á nýju plötunni. Það virðist ekki ætla að ganga eftir, ef marka má þá sem hafa heyrt nýju plötuna. Uppgangur Kings of Leon hefur verið hraður síðustu misseri. Hljómsveitin náði nýju stigi ofurvinsælda árið 2008 þegar lagið Sex on Fire kom út á plötunni Only by the Night. Allt í einu var Kings of Leon komin inn í rútínu ásamt því að fá sér í vörina og hlusta á morgunþátt FM 957. Platan í heild var talsvert poppaðari en það sem hljómsveitin hafði sent frá sér áður, þó platan Because of the Times frá 2007 hafi verið fyrsta skrefið í átt vinsældarpoppsins. Nýjasta plata Kings of Leon, Come Around Sun Down, er væntanleg um miðjan október og miðað við fyrsta útvarpsslagarann Radioactive er von á meira af því sama frá Suðurríkjadrengjunum snoppufríðu. Þegar Kings of Leon fór í hljóðver til að taka upp nýju plötuna lögðu meðlimir hljómsveitarinnar upp með að lögin yrðu dimm og í anda gamla gruggsins. Annað kom á daginn og í maí á þessu ári sagði trommarinn Nathan Followill að lögin væru í rólegri kantinum, „strandarleg“ og í ætt við fyrstu plötuna Youth and Young Manhood. Það virðist vera í tísku hjá hljómsveitum að vísa í fyrstu plötuna þegar þær eru byrjaðar að höfða til stærri hóps í von um að ergja ekki þá sem hafa hlustað frá upphafi. Það verður að segjast að nær undantekningalaust er allt tal um „gamla hljóminn“ ekki á rökum reist og Kings of Leon er örugglega engin undantekning. Það þarf samt ekki að vera slæmt. Radioactive lofar góðu fyrir þá sem kunna að meta tvær síðustu plötu Kings of Leon og miðað við dóm tónlistartímaritsins Q halda þeir blygðunarlaust í átt til frekari vinsælda á plötunni. Þar er raunar talað um að í staðinn fyrir að vera Suðurríkjaútgáfa The Strokes, eins og fyrstu tvær plöturnar gáfu til kynna er hljómsveitin orðin sveitalubba-Bon Jovi. Við skulum leyfa aðdáendum að dæma um það, en lýsingin er stórskemmtileg. atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Fimmta plata Kings of Leon er væntanleg í október. Hljómsveitin varð gríðarlega vinsæl í kjölfar síðustu plötu, en ætlaði að leita aftur til rótanna á nýju plötunni. Það virðist ekki ætla að ganga eftir, ef marka má þá sem hafa heyrt nýju plötuna. Uppgangur Kings of Leon hefur verið hraður síðustu misseri. Hljómsveitin náði nýju stigi ofurvinsælda árið 2008 þegar lagið Sex on Fire kom út á plötunni Only by the Night. Allt í einu var Kings of Leon komin inn í rútínu ásamt því að fá sér í vörina og hlusta á morgunþátt FM 957. Platan í heild var talsvert poppaðari en það sem hljómsveitin hafði sent frá sér áður, þó platan Because of the Times frá 2007 hafi verið fyrsta skrefið í átt vinsældarpoppsins. Nýjasta plata Kings of Leon, Come Around Sun Down, er væntanleg um miðjan október og miðað við fyrsta útvarpsslagarann Radioactive er von á meira af því sama frá Suðurríkjadrengjunum snoppufríðu. Þegar Kings of Leon fór í hljóðver til að taka upp nýju plötuna lögðu meðlimir hljómsveitarinnar upp með að lögin yrðu dimm og í anda gamla gruggsins. Annað kom á daginn og í maí á þessu ári sagði trommarinn Nathan Followill að lögin væru í rólegri kantinum, „strandarleg“ og í ætt við fyrstu plötuna Youth and Young Manhood. Það virðist vera í tísku hjá hljómsveitum að vísa í fyrstu plötuna þegar þær eru byrjaðar að höfða til stærri hóps í von um að ergja ekki þá sem hafa hlustað frá upphafi. Það verður að segjast að nær undantekningalaust er allt tal um „gamla hljóminn“ ekki á rökum reist og Kings of Leon er örugglega engin undantekning. Það þarf samt ekki að vera slæmt. Radioactive lofar góðu fyrir þá sem kunna að meta tvær síðustu plötu Kings of Leon og miðað við dóm tónlistartímaritsins Q halda þeir blygðunarlaust í átt til frekari vinsælda á plötunni. Þar er raunar talað um að í staðinn fyrir að vera Suðurríkjaútgáfa The Strokes, eins og fyrstu tvær plöturnar gáfu til kynna er hljómsveitin orðin sveitalubba-Bon Jovi. Við skulum leyfa aðdáendum að dæma um það, en lýsingin er stórskemmtileg. atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira