Vökudeildin fær hundruð húfa 23. desember 2010 09:30 Hafdís Priscilla afhendir vökudeild Barnaspítala Hringsins um 600 prjónaðar fyrirburahúfur á aðfangadag, mun fleiri húfur en hún bjóst við að fá.Fréttablaðið/GVA „Það eru komnar hátt í 600 húfur og svo fékk ég líka sjö teppi og eitthvað af sokkapörum,“ segir Hafdís Priscilla Magnúsdóttir, sem ætlar að afhenda vökudeild Barnaspítala Hringsins handprjónaðar húfur handa fyrirburum deildarinnar á morgun, aðfangadag. Fréttablaðið sagði frá því í byrjun nóvember að Hafdís Priscilla hefði í hyggju að prjóna húfur fyrir vökudeildina. Hún setti prjónaviðburðinn inn á samskiptasíðuna Facebook, fyrir vini og vandamenn, en átakið vatt upp á sig og um 850 manns skráðu sig á síðuna. Hún segir hins vegar að fleiri hafi haft samband eftir að fréttin birtist. „Það eru ekki allir á Facebook og eldri konur sem lásu fréttina höfðu samband og vildu endilega vera með,“ segir Hafdís, en hún er sjálf búin að prjóna fjórar húfur og sú fimmta er á leiðinni. Hafdís segir misjafnt hversu margar húfur hver og einn geti prjónað. „Sumar prjóna eina húfu en aðrar kannski fimm. Það var ein sem prjónaði 35 húfur. En að halda utan um allar þessar 600 húfur var aðeins meira en ég bjóst við,“ segir Hafdís og hlær. Húfurnar verða afhentar á morgun, en þá ætlar hún að ferja þær frá heimili sínu og niður á Barnaspítala. „Við keyptum plastkassa í Rúmfatalagernum og röðuðum húfunum ofan í eftir stærð, og þannig ætlum við að ferja þetta allt saman,“ segir Hafdís, en hún vill þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við prjónaskapinn.- ka Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Fleiri fréttir Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Sjá meira
„Það eru komnar hátt í 600 húfur og svo fékk ég líka sjö teppi og eitthvað af sokkapörum,“ segir Hafdís Priscilla Magnúsdóttir, sem ætlar að afhenda vökudeild Barnaspítala Hringsins handprjónaðar húfur handa fyrirburum deildarinnar á morgun, aðfangadag. Fréttablaðið sagði frá því í byrjun nóvember að Hafdís Priscilla hefði í hyggju að prjóna húfur fyrir vökudeildina. Hún setti prjónaviðburðinn inn á samskiptasíðuna Facebook, fyrir vini og vandamenn, en átakið vatt upp á sig og um 850 manns skráðu sig á síðuna. Hún segir hins vegar að fleiri hafi haft samband eftir að fréttin birtist. „Það eru ekki allir á Facebook og eldri konur sem lásu fréttina höfðu samband og vildu endilega vera með,“ segir Hafdís, en hún er sjálf búin að prjóna fjórar húfur og sú fimmta er á leiðinni. Hafdís segir misjafnt hversu margar húfur hver og einn geti prjónað. „Sumar prjóna eina húfu en aðrar kannski fimm. Það var ein sem prjónaði 35 húfur. En að halda utan um allar þessar 600 húfur var aðeins meira en ég bjóst við,“ segir Hafdís og hlær. Húfurnar verða afhentar á morgun, en þá ætlar hún að ferja þær frá heimili sínu og niður á Barnaspítala. „Við keyptum plastkassa í Rúmfatalagernum og röðuðum húfunum ofan í eftir stærð, og þannig ætlum við að ferja þetta allt saman,“ segir Hafdís, en hún vill þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við prjónaskapinn.- ka
Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Fleiri fréttir Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Sjá meira