Lífið

Unnustinn hjálpaði að sigra krabbameinið

Christina Applegate. MYNDIR/Cover Media
Christina Applegate. MYNDIR/Cover Media

Leikkonan Christina Applegate, 38 ára, sem á von á sínu fyrsta barni með unnustanum, Martyn Lenoble, 41 árs, sem hún trúlofaðist á þessu ári, stillti sér upp á rauða dreglinum í Los Angeles eins og meðfylgjandi myndir sýna.

Um var að ræða frumsýningu fjölskyldumyndarinnar Hundar og Kettir 2 en Christina ljáir ketti rödd sína í myndinni.

Leikkonan greindist með krabbamein í brjósti sumarið 2008 og þakkar hún Martyn fyrir stuðninginn þegar hún tókst á við veikindin.

„Ég er svo þakklát Martyn fyrir að birtast í lífi mínu á þessum tímapunkti því hann var kletturinn minn. Hann gaf mér ástæðu til að brosa og viljann til að lifa áfram."

Fjölskyldumyndin Hundar og kettir 2 sem er framhald af einni af vinsælli barnamyndum síðari ára verður frumsýnd í Sambíóunum í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.