Innlent

Vandræðagangur Landsvirkjunar

Hörður Arnarson.
Hörður Arnarson. Mynd/Stefán Karlsson
Landsvirkjun hefur gengið illa að fjármagna Búðarhálsvirkjun og á meðan eru framkvæmdum haldið í lágmarki. Forstjóri fyrirtækisins segir að fjármögnun Búðarhálsvirkjunar verði lokið öðru hvoru megin við áramótin en í febrúar sagði hann að henni yrði lokið fyrir mitt árið.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að vinnu við Búðarhálsvirkjun er haldið í lágmarki með aðeins 16 starfsmönnum og framkvæmdir komist ekki á fullan skrið fyrr en Landsvirkjun takist að afla lánsfjár í útlöndum.

„Við gerum ráð fyrir að öðru hvoru megin við áramótin þá ljúki fjármögunun," sagði Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, spurður út í málið fyrr í dag.

Í því ljósi er rétt að rifja upp fyrri yfirlýsingar forstjórans. Í febrúar sagði Hörður á blaðamannafundi að fjármögnun Búðarhálsvirkjunar myndi klárast fyrir sumarið og í byrjun október kvaðst hann bjartsýnn á að fjármögnun myndi ljúka á næstu vikum.


Tengdar fréttir

Bjartsýni um fjármögnun Búðarhálsvirkjunar

Hluti jarðvinnu við Búðarhálsvirkjun fer í útboð strax á morgun og kveðst forstjóri Landsvirkjunar bjartsýnn á að unnt verði að bjóða út aðalverkþættina fyrir mitt ár. Fara þarf nýjar leiðir í fjármögnun sem gætu falið í sér tímabundna eignaraðild annarra fjárfesta í virkjuninni.

Segir Búðarhálsvirkjun á áætlun

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir vinnu við Búðarhálsvirkjun á áætlun. „Við gerum ráð fyrir að öðru hvoru megin við áramótin þá ljúki fjármögunun. Það hefur alltaf verið sagt og við bindum vonir við að það standi. Verkefnið fer ekki á fulla ferð fyrr en að langtímafjármögnun er tryggð.“

Búðarháls í hægagangi

Vinnu við Búðarhálsvirkjun er haldið í lágmarki með aðeins sextán starfsmönnum. Framkvæmdir komast ekki á fullan skrið fyrr en Landsvirkjun tekst að afla lánsfjár í útlöndum.

Bjartsýnn um Búðarhálsvirkjun

Lægsta boð í vélbúnað Búðarhálsvirkjunar reyndist 85 prósent af kostnaðaráætlun og kveðst forstjóri Landsvirkjunar nú bjartsýnn á að fjármögnun ljúki á næstu vikum og að framkvæmdir hefjist um áramót.

Undirbúningsframkvæmdir við Búðarhálsvirkjun ekki enn hafnar

Undirbúningsframkvæmdir við Búðarhálsvirkjun, sem mikilvægt þótti að vinna í sumar, hafa enn ekki hafist vegna ágreinings Landsvirkjunar og lægstbjóðanda og gæti svo farið að verkið tefðist um heilt ár. Þá hefur Landsvirkjun enn ekki tekist að fjármagna verkið í heild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×