Innlent

Vel gengur að flytja Vonarstræti 12

Vel hefur gengið að flytja húsið sem áður stóð við Vonarstræti 12 yfir á horn Kirkjustrætis og Tjarnargötu. Verkinu er nánast lokið en það tafðist eftir að í ljós kom að húsið var 25 tonnum þyngra en áætlað var í upphafi. Þriðja krananum var bætt við og nýjum keðjum komið fyrir til að lyfta húsinu.

Skúli Thoroddsen, fyrrverandi sýslumaður og alþingismaður, reisti húsið árið 1908 en á síðustu árum hefur þingflokkur Vinstri grænna haft þar aðstöðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×