Byggir danstónlistarbrú milli Reykjavíkur og Ibiza 14. júlí 2010 08:00 Plötusnúðurinn Kristinn Bjarnason lenti á fundi með áhrifamiklum mönnum á Ibiza sem hafa mikinn áhuga á íslenskri partímenningu. Fréttabladid/Anton Plötusnúðurinn og eigandi Flex Music, Kristinn Bjarnason, lenti í miklu ævintýri á partíeyjunni Ibiza. Komst hann að því að mikill áhugi er þar á Íslandi. Lenti hann á fundi með áhrifamiklum mönnum sem vilja fara með Ibiza til Íslands og flytja Íslendinga út. „Ég fór þarna grunlaus og hélt að ég væri að fara að hitta kunningja minn, sem er plötusnúður á skemmtistaðnum Space, sem er einn sá flottasti á Ibiza," segir Kristinn en þegar hann mætti til fundar við vin sinn voru þar mættir eigandi staðarins og fjárfestar. „Þá var vinur minn búinn að bóka fund með þeim án þess að láta mig vita," segir Kristinn sem viðurkennir að hann hafi verið frekar stressaður því hann gerði sér strax grein fyrir að þetta væru áhrifamiklir menn innan skemmtanalífsins. Space er einn af flottustu og stærstu skemmtistöðum á eyjunni og margir af frægustu plötusnúðum heims koma þar fram. „Þeir hafa sem sagt mikinn áhuga á Íslandi og voru búnir að heyra að Reykjavík er kölluð Ibiza norðursins," segir Kristinn og bætir við að mennirnir vilji koma á eins konar samstarfi milli eyjanna og fá hann í lið með sér. Kristinn hefur löngum verið að flytja inn plötusnúða til landsins í gegnum fyrirtækið sitt Flex Music og var staddur á Ibiza í hópferð með útvarpstöðinni Flash Fm þar sem hann er með danstónlistarþátt. Hann ætlaði ekki bara að vera á Ibiza í fríi heldur vonaðist einnig eftir að geta komið sér upp tengslum við plötusnúða. „ Ég bjóst samt aldrei við þessu og þetta eru bara draumasamböndin. Við fórum á flottasta veitingastað sem ég hef komið á. Það var ekki einu sinni verð á matseðlinum," segir Kristinn sem er nú farinn að skipuleggja sérstök Ibiza-kvöld á skemmtistöðum Reykjavíkur og hópferðir Íslendinga út. „Við erum að plana þetta í sameiningu og ætlum að byrja á því að halda þrjú kvöld hér heima þar sem Ibiza-menn munu senda hingað plötusnúða og stelpur sem dansa. Þeir vilja koma með Ibiza-stemninguna hingað heim," segir Kristinn en á næsta ári er svo fyrirhuguð ferð til Ibiza þar sem skemmtistaðurinn Space vill halda íslenskt kvöld með íslenskum plötusnúðum. Þess má geta að skemmtistaðurinn Space er staðurinn þar sem íslenski plötusnúðurinn Bensól mun þeyta skífum á sunnudögum, eftir að hann vann plötusnúðakeppni á netinu. Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna orðin tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Plötusnúðurinn og eigandi Flex Music, Kristinn Bjarnason, lenti í miklu ævintýri á partíeyjunni Ibiza. Komst hann að því að mikill áhugi er þar á Íslandi. Lenti hann á fundi með áhrifamiklum mönnum sem vilja fara með Ibiza til Íslands og flytja Íslendinga út. „Ég fór þarna grunlaus og hélt að ég væri að fara að hitta kunningja minn, sem er plötusnúður á skemmtistaðnum Space, sem er einn sá flottasti á Ibiza," segir Kristinn en þegar hann mætti til fundar við vin sinn voru þar mættir eigandi staðarins og fjárfestar. „Þá var vinur minn búinn að bóka fund með þeim án þess að láta mig vita," segir Kristinn sem viðurkennir að hann hafi verið frekar stressaður því hann gerði sér strax grein fyrir að þetta væru áhrifamiklir menn innan skemmtanalífsins. Space er einn af flottustu og stærstu skemmtistöðum á eyjunni og margir af frægustu plötusnúðum heims koma þar fram. „Þeir hafa sem sagt mikinn áhuga á Íslandi og voru búnir að heyra að Reykjavík er kölluð Ibiza norðursins," segir Kristinn og bætir við að mennirnir vilji koma á eins konar samstarfi milli eyjanna og fá hann í lið með sér. Kristinn hefur löngum verið að flytja inn plötusnúða til landsins í gegnum fyrirtækið sitt Flex Music og var staddur á Ibiza í hópferð með útvarpstöðinni Flash Fm þar sem hann er með danstónlistarþátt. Hann ætlaði ekki bara að vera á Ibiza í fríi heldur vonaðist einnig eftir að geta komið sér upp tengslum við plötusnúða. „ Ég bjóst samt aldrei við þessu og þetta eru bara draumasamböndin. Við fórum á flottasta veitingastað sem ég hef komið á. Það var ekki einu sinni verð á matseðlinum," segir Kristinn sem er nú farinn að skipuleggja sérstök Ibiza-kvöld á skemmtistöðum Reykjavíkur og hópferðir Íslendinga út. „Við erum að plana þetta í sameiningu og ætlum að byrja á því að halda þrjú kvöld hér heima þar sem Ibiza-menn munu senda hingað plötusnúða og stelpur sem dansa. Þeir vilja koma með Ibiza-stemninguna hingað heim," segir Kristinn en á næsta ári er svo fyrirhuguð ferð til Ibiza þar sem skemmtistaðurinn Space vill halda íslenskt kvöld með íslenskum plötusnúðum. Þess má geta að skemmtistaðurinn Space er staðurinn þar sem íslenski plötusnúðurinn Bensól mun þeyta skífum á sunnudögum, eftir að hann vann plötusnúðakeppni á netinu.
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna orðin tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira