Lífið

Julia Roberts og gott grín

Haustmyndir Gott grín með Steve Carell og rómantísk sjálfsleitarmynd með Juliu Roberts er það sem boðið er upp á í kvikmyndahúsum borgarinnar.
Haustmyndir Gott grín með Steve Carell og rómantísk sjálfsleitarmynd með Juliu Roberts er það sem boðið er upp á í kvikmyndahúsum borgarinnar.

Það er fremur hljótt yfir kvikmyndahúsum borgarinnar eftir allar sprengingar sumarsins. Kannski er því vel við hæfi að í miðri haustlægðinni sem gengur yfir höfuðborgarsvæðið skuli vera frumsýnd rómantísk mynd, Eat Pray Love, með Juliu Roberts í aðalhlutverki. Myndin er byggð á samnefndri bók Elizabeth Gilbert sem hefur setið í efstu sætum vinsældarlista Bandaríkjanna.

Myndin er sannsöguleg og segir frá höfundinum sjálfum, Liz. Hún á allt sem hana hafði dreymt um, traustan og tryggan eiginmann, vinnu og heimili. En hún finnur á sjálfri sér að hún er ekki ánægð og einn daginn ákveður hún að segja skilið við þetta allt saman, eiginmanninn líka, og heldur í ferðalag um heiminn í leit að sjálfri sér. Með önnur hlutverk í myndinni fara þeir James Franco, Javier Bardem og Billy Crudup en leikstjóri er Ryan Murphy, einn af höfuðpaurunum á bak við Glee.

Dinner for Schmucks er eftir sama leikstjóra og gerði Meet the Parents-myndirnar. Og skartar þeim Paul Rudd og Steve Carell í aðalhlutverkum.

Myndin segir frá ungum manni að nafni Tim sem þráir frama. Forstjóri fyrirtækisins hefur þann undarlega vana að halda matarboð þar sem starfsmennirnir taka með sér mesta furðufuglinn. Tim telur sig hafa dottið í lukkupottinn þegar hann rekst á Barry sem klæðir meðal annars mýs í föt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.