Lífið

Stórskotalið á styrktartónleikum

þrettándu tónleikarnir Einar Bárðarson hefur haldið tónleika til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna frá árinu 1998.
þrettándu tónleikarnir Einar Bárðarson hefur haldið tónleika til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna frá árinu 1998.

„Þarna verður stórskotaliðið úr poppinu í ár,“ segir Einar Bárðarson athafna- og umboðsmaður, en 30. desember verða haldnir stórtónleikar í Háskólabíói til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Þetta verður þrettánda árið í röð sem Einar heldur þessa tónleika en allt frá árinu 1998 hafa tónlistarmenn og hljómsveitir gefið vinnu sína til að safna fyrir málefnið.

„Það er alltaf jafn gaman hvað þetta frábæra fólk tekur vel í þessa bón mína um að koma og spila.“

Ein af þeim hljómsveitum sem boðað hafa komu sína er stúlknabandið The Charlies, en stúlkurnar hafa ekki áður komið fram undir því nafni hérlendis.

„Ég flutti inn guðdætur mínar frá Bandaríkjunum,“ segir Einar og hlær, en Einar var að sjálfsögðu umboðsmaður þeirra þegar þær mynduðu Nylon.

Aðrir sem koma fram á tónleikunum eru Dikta, Skítamórall, Buff, Friðrik Dór, Pollapönk, Hvanndalsbræður, Ingó, Íslenska sveitin Jónsi og Sálin hans Jóns míns, en sú síðastnefnda hefur komið fram á öllum styrktartónleikum Einars til þessa. Miðasala á tónleikana hefst í dag kl. 10.00 á midi.is.- ka






Fleiri fréttir

Sjá meira


×