Körfubolti

Páll Axel: Góður varnarleikur skilaði sigrinum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/valli
Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/valli

„Þetta var lélegt hjá okkur í byrjun en síðan spilum við virkilega vel í lokin,“ sagði Páll Axel Vilbergsson, leikmaður Grindvíkinga, ánægður með sigurinn í kvöld. Grindvíkingar unnu góðan sigur á Fjölni ,86-69, í tíundu umferð Iceland-Express deild karla í kvöld.

„Við spiluðum alveg skelfilega í fyrsta leikhluta og ég hef í raun enga skýringu á því af hverju við erum svona lengi í gang en það hefur gerst áður í vetur,“ sagði Páll.

„Þetta var mikill baráttu leikur og maður hefur svosem séð mun meiri gæði á körfuboltavellinum áður, en gæðin er ekki það sem skiptir máli heldur að vinna leikina“.

„Það sem skóp þennan sigur hjá okkur var hörku varnarleikur í síðari hálfleiknum og það einmitt það sem við höfum verið að vinna í, við ætlum okkur að verða miklu betra varnarlið í ár,“ sagði Páll Axel sáttur að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×