Leikaranum Josh Duhamel var sparkað úr flugfél sem var á leiðinni frá New York til Kentucky í gær. Samkvæmt sjónarvottum neitaði hann að slökkva á símanum sínum og því fór sem fór.
Einn af farþegunum sagði í samtali við fréttavefinn TMZ að Duhamel hefði verið afar dónalegur. Þá á hann að hafa ögrað flugfreyjunni, sem bað hann þrisvar sinnum um að slökkva á símanum.
Hann hló upp í opið geðið á flugfreyjunni eftir að hún bað hann um að slökkva í þriðja skiptið og hún lét hann ekki vaða yfir sig heldur óskaði eftir hjálp við að koma honum út.
Farþegarnir voru ánægðir með viðbrögð áhafnarinnar, enda tafði hegðun leikarans flugið.