Mesti hávaðinn í trompetinum 4. desember 2010 19:15 Kristjón Daðason stundar nám við hinn virta Tónlistarháskóla í Árósum í Danmörku. Kristjón Daðason frá Stykkishólmi stundar trompetnám við Tónlistarháskólann í Árósum í Danmörku og stendur sig með prýði. Hinn sextán ára Baldvin Oddsson er ekki eini ungi trompetleikarinn sem er að gera það gott í útlöndum því Kristjón Daðason, 25 ára úr Stykkishólmi, er á þriðja ári við Tónlistarháskólann í Árósum í Danmörku. Íslenskir tónlistarunnendur ættu að kannast við verk hans því hann spilaði inn á síðustu plötu Diktu, Get It Together, og kom við sögu í hinu vinsæla lagi Sprengjuhallarinnar, Verum í sambandi. Einnig spilaði hann inn á plötu Ampop, Sail to the Moon. „Þetta er í rauninni bara snilld," segir Kristjón um skólann í Árósum, sem er mjög virtur. Hann er með fjórtán öðrum trompetleikurum í bekk og er það stærsti bekkur skólans, með nemendum frá níu löndum. Kristjón byrjaði sjö ára að læra á trompet hjá pabba sínum, Daða Þór Einarssyni, sem var tónlistarskólastjóri í Stykkishólmi en er núna stjórnandi Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar. „Ég byrjaði þriggja eða fjögurra ára að spila á blokkflautu. Pabbi hafði verið með puttana í því en svo byrjaði ég á harmonikku. Mig minnir að mig hafi síðan langað að spila á eitthvert blásturshljóðfæri og það var mesti hávaðinn í trompetinum," segir Kristjón. Undanfarin ár hefur hann verið duglegur að spila með sinfóníuhljómsveitum áhugamanna víða um Danmörku og um helgina fer hann til Þýskalands til að spila með einni slíkri. Hann er að ljúka BA-prófi í skólanum um þessar mundir en stefnir á tveggja ára meistaranám. Í framhaldinu langar hann að kenna á trompet og jafnvel spila með sinfóníuhljómsveit. Spurður hvort trompetleikararnir í skólanum njóti kvenhylli segir hinn einhleypi Kristjón: „Ég er ekki bestur í mínum bekk en það er einn snillingur sem er mjög góður. Ef þú ert bestur í skólanum eru stelpurnar alveg að sýna þér áhuga." Um jólin ætlar hann að dvelja í Árósum og leikur þar meðal annars í kirkjum en um áramótin kemur hann heim og leikur á trompetinn í Lágafellskirkju á gamlárskvöld. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Sjá meira
Kristjón Daðason frá Stykkishólmi stundar trompetnám við Tónlistarháskólann í Árósum í Danmörku og stendur sig með prýði. Hinn sextán ára Baldvin Oddsson er ekki eini ungi trompetleikarinn sem er að gera það gott í útlöndum því Kristjón Daðason, 25 ára úr Stykkishólmi, er á þriðja ári við Tónlistarháskólann í Árósum í Danmörku. Íslenskir tónlistarunnendur ættu að kannast við verk hans því hann spilaði inn á síðustu plötu Diktu, Get It Together, og kom við sögu í hinu vinsæla lagi Sprengjuhallarinnar, Verum í sambandi. Einnig spilaði hann inn á plötu Ampop, Sail to the Moon. „Þetta er í rauninni bara snilld," segir Kristjón um skólann í Árósum, sem er mjög virtur. Hann er með fjórtán öðrum trompetleikurum í bekk og er það stærsti bekkur skólans, með nemendum frá níu löndum. Kristjón byrjaði sjö ára að læra á trompet hjá pabba sínum, Daða Þór Einarssyni, sem var tónlistarskólastjóri í Stykkishólmi en er núna stjórnandi Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar. „Ég byrjaði þriggja eða fjögurra ára að spila á blokkflautu. Pabbi hafði verið með puttana í því en svo byrjaði ég á harmonikku. Mig minnir að mig hafi síðan langað að spila á eitthvert blásturshljóðfæri og það var mesti hávaðinn í trompetinum," segir Kristjón. Undanfarin ár hefur hann verið duglegur að spila með sinfóníuhljómsveitum áhugamanna víða um Danmörku og um helgina fer hann til Þýskalands til að spila með einni slíkri. Hann er að ljúka BA-prófi í skólanum um þessar mundir en stefnir á tveggja ára meistaranám. Í framhaldinu langar hann að kenna á trompet og jafnvel spila með sinfóníuhljómsveit. Spurður hvort trompetleikararnir í skólanum njóti kvenhylli segir hinn einhleypi Kristjón: „Ég er ekki bestur í mínum bekk en það er einn snillingur sem er mjög góður. Ef þú ert bestur í skólanum eru stelpurnar alveg að sýna þér áhuga." Um jólin ætlar hann að dvelja í Árósum og leikur þar meðal annars í kirkjum en um áramótin kemur hann heim og leikur á trompetinn í Lágafellskirkju á gamlárskvöld. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Falleg sérhæð í Hlíðunum Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Fleiri fréttir Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Sjá meira