Ameríka opnast fyrir Vesturport 4. desember 2010 09:00 Hamskiptin í uppfærslu Vesturports fengu lofsamlega dóma í The New York Times. Dómurinn skiptir öllu máli fyrir frekari útrás í Ameríku. Mynd/Vesturport.com „Þetta er náttúrlega fáránlegt og eiginlega hálfsjúkt, að nánast allt leikhúslíf í New York skuli snúast um einn dóm," segir Gísli Örn Garðarsson. Uppfærsla Vesturports á Hamskiptunum eftir Franz Kafka fékk lofsamlega dóma í bandaríska stórblaðinu The New York Times. Eins og Fréttablaðið greindi frá í ágúst skipti sá dómur öllu máli. Ef hann væri góður opnuðust allar dyr í leikhúsheiminum, slæm gagnrýni þýddi að allt væri lokað og læst. „Brendan Fraser var að leika í Elling hérna, þrjú hundruð milljóna króna sýningu. The New York Times slátraði henni og sýningum var hætt eftir viku." Gísli vill hins vegar ekki ganga það langt að segja Vesturport hársbreidd frá stóra sviðinu á Broadway. En vissulega hafi margar dyr opnast eftir þennan góða dóm. Hann viðurkennir að dagarnir eftir frumsýningu hafi verið nokkuð taugatrekkjandi. „Við fengum nefnilega dóm í Time Out á netinu sem var upp á þrjár stjörnur. Sá gagnrýnandi var ekki alveg að fíla leikgerðina og ég hugsaði með sjálfum mér að kannski væri þetta ekkert fyrir Bandaríkjamenn. Sá dómur skipti bara engu máli þegar dómur The New York Times kom. Þá byrjuðu símarnir að hringja." Gísli segir framhaldið hins vegar óráðið. Faust, samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Vesturports, verður sett upp í Ludwigshaven í næstu viku þannig að ferðalögunum er hvergi hætt. „Við fljúgum þangað beint frá New York enda gerast hlutirnir ekki á einni nóttu í Ameríku."- fgg Lífið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira
„Þetta er náttúrlega fáránlegt og eiginlega hálfsjúkt, að nánast allt leikhúslíf í New York skuli snúast um einn dóm," segir Gísli Örn Garðarsson. Uppfærsla Vesturports á Hamskiptunum eftir Franz Kafka fékk lofsamlega dóma í bandaríska stórblaðinu The New York Times. Eins og Fréttablaðið greindi frá í ágúst skipti sá dómur öllu máli. Ef hann væri góður opnuðust allar dyr í leikhúsheiminum, slæm gagnrýni þýddi að allt væri lokað og læst. „Brendan Fraser var að leika í Elling hérna, þrjú hundruð milljóna króna sýningu. The New York Times slátraði henni og sýningum var hætt eftir viku." Gísli vill hins vegar ekki ganga það langt að segja Vesturport hársbreidd frá stóra sviðinu á Broadway. En vissulega hafi margar dyr opnast eftir þennan góða dóm. Hann viðurkennir að dagarnir eftir frumsýningu hafi verið nokkuð taugatrekkjandi. „Við fengum nefnilega dóm í Time Out á netinu sem var upp á þrjár stjörnur. Sá gagnrýnandi var ekki alveg að fíla leikgerðina og ég hugsaði með sjálfum mér að kannski væri þetta ekkert fyrir Bandaríkjamenn. Sá dómur skipti bara engu máli þegar dómur The New York Times kom. Þá byrjuðu símarnir að hringja." Gísli segir framhaldið hins vegar óráðið. Faust, samstarfsverkefni Borgarleikhússins og Vesturports, verður sett upp í Ludwigshaven í næstu viku þannig að ferðalögunum er hvergi hætt. „Við fljúgum þangað beint frá New York enda gerast hlutirnir ekki á einni nóttu í Ameríku."- fgg
Lífið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Sjá meira