Körfubolti

Keflvíkingar styrkja sig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur.
Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur.
Keflavíkingar hafa ákveðið að styrkja lið sitt eftir slæma byrjun þess í Iceland Express-deild karla í haust.

Keflavík hefur gengið frá samningum við serbneska leikmanninn Lazar Trifunovic sem er 23 ára gamall og 207 sentímetrar á hæð.

Þetta kemur fram á heimasíðu Keflavíkur í dag en þar er einnig greint frá því að Bandaríkjamaðurinn Valentino Maxwell muni líklega spila með liðinu gegn KR á föstudaginn. Hann hefur átt við hnémeiðsli að stríða.

Trifunovic lék í bandaríska háskólaboltanum í fyrra, með háskólaliði Radford Highlanders. Þar skoraði hann að meðaltali þrettán stig og tók átta fráköst í leik.

Þó er óvíst hvort að leikheimild berist frá körfuboltasambandi Serbíu fyrir leikinn gegn KR á föstudaginn.

Keflavík hefur aðeins unnið einn af fjórum leikjum sínum í Iceland Express-deild karla í haust, gegn ÍR í fyrstu umferðinni. Síðan þá yfir liðið tapað fyrir Snæfelli, Stjörnunni og Hamar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×