Bergsteinn Sigurðsson: Þú ert luðra, Samfylking 30. apríl 2010 06:00 Ef Samfylkingin væri manneskja væri hún frjálslyndur, félagslyndur, greindur og skemmtilegur stuðbolti. Formaður nemendafélagsins í menntó. Dálítið athyglissjúk, hæfilega virðuleg í tauinu með snert af flippi og ávallt reiðubúin til að úttala sig um leiðir til að bæta heiminn. Það eina sem hana vantaði væri dálítil áræðni til að fylgja þeim eftir, sjálfsöryggi til að vera hún sjálf og standa og falla með eigin ákvörðunum. Samfylkingin er með öðrum orðum geðþekk rola. Ágætur selskapur á góðri stund en enginn til að reiða sig á þegar til kastanna kemur. Af hverju vill Samfylkingin vera fremst í flokki þegar það er eins og hún nenni aldrei að hafa fyrir því? Af hverju hafa flestir á tilfinningunni að Steingrímur J. Sigfússon sé hinn raunverulegi forsætisráðherra en ekki Jóhanna Sigurðadóttir? Af hverju ber Samfylkingin kápuna ávallt á báðum öxlum? Af hverju teikar hún alltaf samstarfsflokkinn í ríkisstjórn og eignar sér heiðurinn þegar gengur vel og þvær hendur sínar þegar allt fer í vaskinn? Af hverju getur Samfylkingin ekki ákveðið sig hvort hún vill vera jakkafatakrati eða lopapeysukommi? Af hverju gortar hún sig af hringlandanum? Af hverju reynir Samfylkingin að kenna öllum öðrum um hversu illa fór, ef ekki Sjálfstæðisflokknum þá Tony Blair? Af hverju talaði Samfylkingin svona digurbarkalega um gegnsæi í fjármálum flokkanna þegar hún var sjálf með allt niðrum sig? Af hverju segir Jóhanna Sigurðardóttir að styrkjasukkið sé bara „óþægilegt"? Af hverju er það „óþægilegt" þegar frambjóðendur í prófkjörum þiggja fleiri milljónir frá fyrirtækjum úti í bæ í styrki? Af hverju segir Jóhanna ekki bara að styrkjasukkið hafi verið ótækt, ólíðandi, ógeðslegt? Af hverju segir hún styrkjasukkurunum ekki að taka pokann sinn? Og af hverju þarf annars að segja styrkjasukkurunum í Samfylkingunni að taka pokann sinn? Af hverju gera þeir það ekki af eigin frumkvæði? Af hverju þarf að bíða eftir því að einhver úrbótanefnd komi saman og semji ályktun? Af hverju sendir Samfylkingin ekki þau skilaboð að spilling sé ótæk, þótt hún þrífist í skjóli reglna? Af hverju getur Samfylkingin aldrei gert neitt af myndarleik? Af hverju er hún aldrei reiðubúin til að leggja sjálfa sig að veði? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ef Samfylkingin væri manneskja væri hún frjálslyndur, félagslyndur, greindur og skemmtilegur stuðbolti. Formaður nemendafélagsins í menntó. Dálítið athyglissjúk, hæfilega virðuleg í tauinu með snert af flippi og ávallt reiðubúin til að úttala sig um leiðir til að bæta heiminn. Það eina sem hana vantaði væri dálítil áræðni til að fylgja þeim eftir, sjálfsöryggi til að vera hún sjálf og standa og falla með eigin ákvörðunum. Samfylkingin er með öðrum orðum geðþekk rola. Ágætur selskapur á góðri stund en enginn til að reiða sig á þegar til kastanna kemur. Af hverju vill Samfylkingin vera fremst í flokki þegar það er eins og hún nenni aldrei að hafa fyrir því? Af hverju hafa flestir á tilfinningunni að Steingrímur J. Sigfússon sé hinn raunverulegi forsætisráðherra en ekki Jóhanna Sigurðadóttir? Af hverju ber Samfylkingin kápuna ávallt á báðum öxlum? Af hverju teikar hún alltaf samstarfsflokkinn í ríkisstjórn og eignar sér heiðurinn þegar gengur vel og þvær hendur sínar þegar allt fer í vaskinn? Af hverju getur Samfylkingin ekki ákveðið sig hvort hún vill vera jakkafatakrati eða lopapeysukommi? Af hverju gortar hún sig af hringlandanum? Af hverju reynir Samfylkingin að kenna öllum öðrum um hversu illa fór, ef ekki Sjálfstæðisflokknum þá Tony Blair? Af hverju talaði Samfylkingin svona digurbarkalega um gegnsæi í fjármálum flokkanna þegar hún var sjálf með allt niðrum sig? Af hverju segir Jóhanna Sigurðardóttir að styrkjasukkið sé bara „óþægilegt"? Af hverju er það „óþægilegt" þegar frambjóðendur í prófkjörum þiggja fleiri milljónir frá fyrirtækjum úti í bæ í styrki? Af hverju segir Jóhanna ekki bara að styrkjasukkið hafi verið ótækt, ólíðandi, ógeðslegt? Af hverju segir hún styrkjasukkurunum ekki að taka pokann sinn? Og af hverju þarf annars að segja styrkjasukkurunum í Samfylkingunni að taka pokann sinn? Af hverju gera þeir það ekki af eigin frumkvæði? Af hverju þarf að bíða eftir því að einhver úrbótanefnd komi saman og semji ályktun? Af hverju sendir Samfylkingin ekki þau skilaboð að spilling sé ótæk, þótt hún þrífist í skjóli reglna? Af hverju getur Samfylkingin aldrei gert neitt af myndarleik? Af hverju er hún aldrei reiðubúin til að leggja sjálfa sig að veði?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun