Lífið

Rúnar gefur út Fall

Rúnar Þórisson Tónlistarmaðurinn Rúnar Þórisson gefur út sólóplötuna Fall 5. október.
Rúnar Þórisson Tónlistarmaðurinn Rúnar Þórisson gefur út sólóplötuna Fall 5. október.

Rúnar Þórisson, sem hefur spilað á gítar með hljómsveitinni Grafík, gefur út sólóplötuna Fall hinn 5. október næstkomandi.

Sá dagur er fæðingardagur bróður hans, Þóris Arnar, sem lést fyrir nokkrum árum. Síðasta sólóplata Rúnars, Ósögð orð, kom út fyrir fimm árum.

Kveikjan að nýju plötunni er að hluta til tengd tónlist sem Rúnar samdi fyrir leikverk sem Draumasmiðjan setti upp.

Platan er tileinkuð móður Rúnars, Guðmundu Jóhannsdóttur, auk þess sem einstök lög og textar eru á vissan hátt tengd eða tileinkuð nánustu fjölskyldu og vinum. Textarnir taka á einstaklingsbundinni og samfélagslegri upplifun, kreppu, eftirsjá, von, ást, náttúru, spillingu og valdi.

Rúnar spilar á Airwaves-hátíðinni á Sódómu 14. október. Útgáfutónleikar eru fyrirhugaðir í nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.