Innlent

Maðurinn með riffilinn látinn laus

Maðurinn, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í fyrrinótt eftir að hann hafði verið á veitingahúsi, vopnaður riffli, var látinn laus að loknum yfirheyrslum í gærkvöldi.

Þegar hann var handtekinn reyndist riffillinn hlaðinn auk þess sem maðurinn var með skotfæri á sér, en hann ógnaði engum. Maðurinn er auk þess grunaður um að hafa ætlað að selja fíknifni, sem fundust í fórum hans.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×