Handbolti

Fram og Valur mætast í úrslitum kvennahandboltans

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Mynd/Vilhelm

Það verða Reykjavíkurfélögin Fram og Valur sem leika til úrslita í N1-deild kvenna í gær. Bæði lið sópuðu andstæðingum sínum í sumarfrí í dag.

Fram vann auðveldan sigur á Stjörnunni, 25-18, í Mýrinni en Valsstúlkur lentu í kröppum dansi gegn Haukum að Ásvöllum þar sem varð að tvíframlengja leikinn.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 21-21. Eftir eina framlengingu var staðan síðan orðin 25-25 en Valur fékk gullið tækifæri til þess að klára leikinn í fyrstu framlengingunni. Vítakast þegar leiktíminn var liðinn en Hrafnhildur Skúladóttir lét verja frá sér.

Valsstúlkur voru þó ekki hættar og mörðu eins marks sigur, 29-30, í lok annarrar framlengingar.

Stjarnan-Fram 18-25

Mörk Stjörnunnar: Þorgerður Anna Atladóttir 4, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 4, Jóna Margrét Ragnarsdóttir 4, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 3, Elísabet Gunnarsdóttir 2, Anna Bryndís Blöndal 1.

Mörk Fram: Pavla Nevarilova 7, Stella Sigurðardóttir 5, Hildur Þorgeirsdóttir 4, Marthe Sördal 4, Anna Friðriksdóttir 2, Anna Guðmundsdóttir 1, Ásta Birna Gunnarsdóttir 1, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1.

Haukar-Valur 29-30

Mörk Hauka: Ramune Pekarskyte 10, Hanna G. Stefánsdóttir 9, Erna Þráinsdóttir 4, Ester Óskarsdóttir 3, Nína B. Arnfinnsdóttir 2, Þórunn Friðriksdóttir 1.

Mörk Vals: Hrafnhildur Skúladóttir 9, Rebekka Skúladóttir 6, Anna Úrsula Guðmundsdóttir 6, Kristín Guðmundsdóttir 4, Katrín Andrésdóttir 2, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Karólína Gunnarsdóttir 1.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×