Sport

Hiti og rigning skapar vandamál fyrir leikana í Vancouver

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Verður snjóleysi vandamál í brekkunum í Vancouver.
Verður snjóleysi vandamál í brekkunum í Vancouver. Mynd/AFP

Snjóleysi gæti orðið vandamál í lokaundirbúningi Vetrarólympíuleikanna í Vancouver í Kanada sem fara fram 12. til 28. febrúar næstkomandi því það hefur verið allt of heitt í Ólympíuborginni síðustu misserin.

Á meðan kuldinn geisar út um alla Evrópu glíma heimamenn við hita, rigningu og snjóleysi í Vancouver og kenna um hlýjum Kyrrahafsstraumum sem leita norður. Spáin næstu vikuna er minnst sex stiga hiti og mikil rigning.

„Við munum nota alla reynslu okkar af veðrinu til þess að gera allt klárt fyrir Ólympíuleikana. Við erum sannfærð að allar slóðir og allar brekkur verði í toppástandi þegar fyrstu íþróttamennirnir mæta á svæðið í upphafi febrúar," sagði Tim Gayda einn af fjölmiðlafulltrúum leikanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×