Handbolti

Atli: Markvarslan skapaði sigurinn

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Atli Hilmarsson.
Atli Hilmarsson.
„Þetta var alveg frábær leikur. Seinni hálfleikurinn var frábær með þessari markvörslu og vörn sem og að við vorum að klára hraðaupphlaupin vel. Við vorum ekki að fá boltann og stoppa heldur fórum við fljótir upp og kláruðum sóknirnar," sagði Atli Hilmarsson þjálfari Akureyrar eftir 33-25 sigur á FH í Kaplakrika í dag.

„Við lentum undir í fyrri hálfleik en ég vissi að þetta myndi koma. Vvið höfum lent í þessu áður og ég veit að þetta kemur þannig ég var ekkert að stressa mig," sagði Atli.

„Það er fyrst og fremst markvarslan og vörnin sem skapaði þetta þótt allir mínir leikmenn hafi spilað vel. Geir og Guðmundur spiluðu frábærlega þrátt fyrir að vera báðir 17 og 18 ára gamlir, Heimir er líka að stjórna þessu frábærlega á miðjunni," sagði Atli.

Akureyringar eru með fullt hús á toppnum ásamt því að vera komnir í 8-liða úrslit Eimskip bikarsins

„Við erum með báða fæturna á jörðinni sem er kannski annað en aðrir halda. Við horfum bara á næsta leik og það fleytir okkur áfram. Við höfum núna spilað nokkra leiki í deild og tvo leiki í bikar taplausir og ég vill bara að þetta haldi áfram"

Akureyringar eru mjög heppnir með stuðning á pöllunum þrátt fyrir að vera langt frá heimahögum. Mmargir Akureyringar búsettir í Reykjavík mættu og sýndu stuðning sinn í verki á leiknum í dag.

„Við erum oft að fá fullt af fólki sem styður okkur. Núna eigum við heimaleik gegn HK og ég vona að það verði troðfullt. Það er um að gera að gera heimavöllinn að gryfju," sagði Atli að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×