Lífið

Gefur árinu puttann

Lily Allen er glöð að árinu 2010 sé að ljúka. 
Nprdicphotos/ggety
Lily Allen er glöð að árinu 2010 sé að ljúka. Nprdicphotos/ggety
Breska söngkonan Lily Allen virðist endanlega vera búin að gefast upp á árinu 2010. Um helgina sendu hún út þau skilaboð á samskiptamiðlinum Twitter að hún gæfi árinu puttann en þá var hún veðurteppt á Heathrow-flugvelli en mikil snjókoma hefur sett flug úr skorðum í Evrópu.

Allen hefur gengið í gegnum mikið á árinu en hún missti fóstur í byrjun nóvember þegar hún var komin á sjötta mánuð. Allen var því á leið í kærkomið frí ásamt unnusta sínum, Sam Cooper, og var ekki par ánægð með að þurfa að eyða fyrstu nóttum leyfisins á flugvallargólfinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.