Lífið

Á vel upp alin börn

Gwyneth Paltrow kennir börnum sínum mannasiði ef marka má móður hennar, Blythe Danner.
Nordicphotos/getty
Gwyneth Paltrow kennir börnum sínum mannasiði ef marka má móður hennar, Blythe Danner. Nordicphotos/getty
Móðir leikkonunnar Gwyneth Paltrow heldur því fram að börnin Apple, sex ára, og Moses, fjögurra ára, séu þægustu börn í heimi. Amman, leikkonan Blythe Danner, segir Paltrow og eiginmann hennar, Chris Martin, vera afbragðs uppalendur og láta frægðina ekki koma í veg fyrir að halda venjulegt heimili.

„Ég get ekki beðið eftir að eyða jólunum með þeim, börnin eru stillt, prúð og kunna mannasiði,“ segir Danner í samtali við breska slúðurritið US Weekly.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.