Klovn-mynd er klámmynd 22. desember 2010 06:00 Klámfengin Klovn-myndin þykir klámfengin og miðað við atriðin sem talin eru upp í dönskum blöðum er ljóst að hún er á ansi gráu svæði. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvaða aldurstakmark verður inn á á sýningarnar hér á landi. Fréttablaðið/Anton Klovn-myndin er að verða ein vinsælasta gamanmyndin í sögu Danmerkur og stjörnurnar tvær, Casper Christensen og Frank Hvam, mala gull. En nú hefur aðeins hægst á lukkuhjólinu því sumir vilja meina að myndin sé argasta klám. Danskur barnabókahöfundur er æfur út í danska kvikmyndaeftirlitið vegna gamanmyndarinnar Klovn: The Movie sem byggir á samnefndum þáttum. Myndin er bönnuð börnum innan ellefu ára í Danmörku en það þykir barnabókahöfundinum ákaflega lágur aldur, hún ætti í raun að vera bönnuð innan sextán, þar sem hún sé mjög gróf. Vibeke Manniche er barnalæknir og hefur skrifað bækur á borð við Allt um barnið og Heilbrigð börn sem notið hafa töluverðra vinsælda í Danmörku. Í samtali við danska dagblaðið BT segir hún að Klovn-myndin sé ekkert annað en klám og hún skilji ekkert í danska kvikmyndaeftirlitinu að hafa aldurstakmarkið aðeins ellefu ára. „Myndin er alltaf gróf fyrir börn á þessum aldri,“ segir Manniche. Fram kemur í umfjöllun B.T. að vissulega sé mikið af nekt í myndinni og margir vilja meina að hún fari á köflum yfir velsæmismörkin. Þannig sést trúðurinn Frank Hvam stinga fingri upp í endaþarm konu, Casper Christensen hefur mök við karlmann og þar að auki gera þeir tveir grín að tilla ellefu ára gamals drengs. Vibeke segist óttast að myndin gæti haft alvarleg áhrif á hvernig börn upplifi sjálf sig og hvað sé eðlilegt. „Börn sem eru ellefu ára þekkja ekki muninn á skáldskap og raunveruleika. Myndin er mjög satírísk, sem gerir hana enn erfiðari í meltingu fyrir barn á þessum aldri,“ útskýrir Vibeke. Framleiðandi Klovn-myndarinnar, Louise Vesth, segist ekki líta á Klovn sem klám og vísaði að öðru leyti í ákvörðun danska kvikmyndaeftirlitsins. Könnun á vef Ekstrablaðsins leiðir hins vegar í ljós að lesendur eru ekki sammála framleiðandanum, tæplega sextíu prósent telja að myndin ætti að vera bönnuð innan fimmtán ára. Sambíóin dreifa Klovn-myndinni hér á Íslandi en hún verður frumsýnd 1. janúar. Þorvaldur Árnason hjá Sambíóunum segir að þeir séu ekki búnir að taka ákvörðun um hvaða aldurstakmark verði á myndinni. Á Íslandi er notast við svokallað hollenskt kerfi en það var tekið upp með lögum árið 2006. Kerfið á að vera nokkuð óbrigðult en Þorvaldur segir að þeir ætli að leita eftir upplýsingum um myndina og umræðum um hana í Danmörku. „Við eigum eftir að sjá myndina í heild sinni og tökum ákvörðun eftir það,“ segir hann. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Klovn-myndin er að verða ein vinsælasta gamanmyndin í sögu Danmerkur og stjörnurnar tvær, Casper Christensen og Frank Hvam, mala gull. En nú hefur aðeins hægst á lukkuhjólinu því sumir vilja meina að myndin sé argasta klám. Danskur barnabókahöfundur er æfur út í danska kvikmyndaeftirlitið vegna gamanmyndarinnar Klovn: The Movie sem byggir á samnefndum þáttum. Myndin er bönnuð börnum innan ellefu ára í Danmörku en það þykir barnabókahöfundinum ákaflega lágur aldur, hún ætti í raun að vera bönnuð innan sextán, þar sem hún sé mjög gróf. Vibeke Manniche er barnalæknir og hefur skrifað bækur á borð við Allt um barnið og Heilbrigð börn sem notið hafa töluverðra vinsælda í Danmörku. Í samtali við danska dagblaðið BT segir hún að Klovn-myndin sé ekkert annað en klám og hún skilji ekkert í danska kvikmyndaeftirlitinu að hafa aldurstakmarkið aðeins ellefu ára. „Myndin er alltaf gróf fyrir börn á þessum aldri,“ segir Manniche. Fram kemur í umfjöllun B.T. að vissulega sé mikið af nekt í myndinni og margir vilja meina að hún fari á köflum yfir velsæmismörkin. Þannig sést trúðurinn Frank Hvam stinga fingri upp í endaþarm konu, Casper Christensen hefur mök við karlmann og þar að auki gera þeir tveir grín að tilla ellefu ára gamals drengs. Vibeke segist óttast að myndin gæti haft alvarleg áhrif á hvernig börn upplifi sjálf sig og hvað sé eðlilegt. „Börn sem eru ellefu ára þekkja ekki muninn á skáldskap og raunveruleika. Myndin er mjög satírísk, sem gerir hana enn erfiðari í meltingu fyrir barn á þessum aldri,“ útskýrir Vibeke. Framleiðandi Klovn-myndarinnar, Louise Vesth, segist ekki líta á Klovn sem klám og vísaði að öðru leyti í ákvörðun danska kvikmyndaeftirlitsins. Könnun á vef Ekstrablaðsins leiðir hins vegar í ljós að lesendur eru ekki sammála framleiðandanum, tæplega sextíu prósent telja að myndin ætti að vera bönnuð innan fimmtán ára. Sambíóin dreifa Klovn-myndinni hér á Íslandi en hún verður frumsýnd 1. janúar. Þorvaldur Árnason hjá Sambíóunum segir að þeir séu ekki búnir að taka ákvörðun um hvaða aldurstakmark verði á myndinni. Á Íslandi er notast við svokallað hollenskt kerfi en það var tekið upp með lögum árið 2006. Kerfið á að vera nokkuð óbrigðult en Þorvaldur segir að þeir ætli að leita eftir upplýsingum um myndina og umræðum um hana í Danmörku. „Við eigum eftir að sjá myndina í heild sinni og tökum ákvörðun eftir það,“ segir hann. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira