Lífið

Stormsker ritar ævisögu Völu Grand

Völu Sverrir Stormsker ritar ævisögu Völu Grand og hefst vinnan á nýju ári. Sverrir segir ungt fólk oft hafa lifað meira og merkilegra lífi en þeir sem eldri eru.
Völu Sverrir Stormsker ritar ævisögu Völu Grand og hefst vinnan á nýju ári. Sverrir segir ungt fólk oft hafa lifað meira og merkilegra lífi en þeir sem eldri eru.
„Það er oft með fólk sem er kannski ekki nema 25 ára, það hefur stundum lifað meira og merkilegra lífi heldur en þeir sem eru níræðir,“ segir tónlistarmaðurinn Sverrir Stormsker.

Sverrir hyggst rita ævisögu Völu Grand, en hún hefur verið mikið á milli tannanna á fólki fyrir og eftir að hún gekkst undir kynleiðréttingaraðgerð á árinu.

Sverrir og Vala hittust í útvarpsviðtali á Útvarpi Sögu á dögunum þar sem hugmyndin varð til. „Okkur datt þetta snjallræði í hug að ég myndi rita ævisögu hennar – líklegast í viðtalsformi,“ segir hann.

Og ertu búinn að hitta hana með upptökutækið?

„Nei, ekki síðan. Það er búinn að vera svo ægilegur snúningur á manni. Þeysingur.“

Þannig að vinnan hefst á nýju ári?

„Já, nákvæmlega. Ætli ég hitti hana ekki í janúar eða febrúar. Ég held að það væri sniðugast.“

Þrátt fyrir að Vala sé aðeins rúmlega tvítug telur Sverrir að hún hafi frá ýmsu að segja. „Það getur vel verið að hún hafi frá miklu meira að segja en afdönkuð gamalmenni – með fullri virðingu fyrir afdönkuðum gamalmennum,“ segir hann og tekur sem dæmi að fáir hafi gengist undir aðgerðina sem hún gekkst undir.

Spurður hvort einhverjir útgefendur séu komnir í spilið segir Sverrir að hann sé ekki byrjaður að kanna áhuga þeirra, en bætir við að sú vinna hefjist á nýju ári.- afb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.