Lífið

DVD-salan dreifðari en undanfarin ár

Sverrir Þór Sverrisson eða Sveppi er maður ársins í íslenskri DVD-sölu ásamt þeim Bósa og Vidda. Salan virðist dreifðari en mörg undanfarin ár.
Sverrir Þór Sverrisson eða Sveppi er maður ársins í íslenskri DVD-sölu ásamt þeim Bósa og Vidda. Salan virðist dreifðari en mörg undanfarin ár.
DVD-salan er dreifðari en mörg undanfarin ár að mati dreifingaraðila og fáir toppar um jólin eins og hefð hefur verið fyrir. Fjölskyldustjarnan Sveppi og vinirnir Bósi og Viddi úr Toy Story 3 verða hins vegar eflaust í toppsætum metsölulista þegar jólaösin klárast. „Niðurhalið hefur eiginlega verið að drepa sjónvarpsþættina,“ segir Konstantín Mikaelson hjá Senu og á þar við sölu á erlendum sjónvarpsseríum.

Konstantín nefnir sem dæmi að sala á Simpsons-diskum hefur hrunið. „Fyrir tveimur árum seldust diskarnir í 4-5 þúsund eintökum en nú seljast kannski 1.500.“ Það vekur óneitanlega athygli að í útgáfu Senu eru þrjár upptökur frá leikhúsi á meðal topp fimm. Þetta eru Harry og Heimir með 5.100 eintök farin frá dreifingaraðila, Fíasól með 5.000 og Algjör Sveppi: Dagur í lífi stráks í 3.500. Eina íslenska sjónvarpsserían sem nær inn á þennan lista hjá Senu er Steindinn okkar en fjögur þúsund eintök eru farin frá útgefanda.

Jón Geir Sævarsson hjá Samfilm segir að það séu eiginlega bara Toy Story 3 og Sveppa-myndin Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið. „Toy Story hefur selst mjög vel, það eru fjórtán þúsund eintök farin frá okkur og Sveppi er að rjúfa tíu þúsund eintaka múrinn,“ segir Jón Geir og telur að DVD-salan sé dreifðari en mörg undanfarin ár. Spútnik-diskurinn er hins vegar eflaust Sigla himinfley eftir Þráin Bertelsson. Útgefandinn Tómas Hermannsson hjá Sögum gat ekki gefið upp nákvæmar sölutölur en bjóst við því að hann myndi seljast í fjögur þúsund eintökum.

- fgg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.