Lífið

Íslenskt og enskt rokk og ról

Rokksveitin heldur útgáfutónleika á Sódómu í kvöld.
Rokksveitin heldur útgáfutónleika á Sódómu í kvöld.
„Þetta eru ég og bróðir minn Egill og hinir svokölluðu Birmingham Bad Boys,“ segir Skúli Jónsson úr hljómsveitinni Porquesi, sem hefur gefið út sína fyrstu plötu, This Is Forever.

„Birmingham Bad Boys“ eru þeir Jonathan Baker og Russell Michael Harmon frá Birmingham á Englandi sem kræktu sér í íslenskar kærustur og búa með þeim hér á landi. „Við Russell erum með svipaðan tónlistarsmekk. Við byrjuðum að púsla saman lögum en vinur hans Jonathan er á trommum. Svo small þetta allt rosavel saman,“ bætir Vestur­bæingurinn Skúli við.

Porquesi spilar ósungin rokklög sem eflast með hverri mínútunni. Þrátt fyrir söngleysið fylgja textar með öllum lögum plötunnar. „Mér datt þetta í hug til að gefa plötunni aðeins meiri þunga. Svo getur fólk ráðið hvort það les textann með þegar það hlustar eða ímyndar sér eitthvað sjálft.“

Áhrifavaldar eru af ýmsum toga, þar á meðal skoska bandið Mogwai, Sigur Rós, Mike Oldfield og hinar ýmsu harðkjarnasveitir. Útgáfutónleikar Porquesi verða á Sódómu í kvöld. Dúlli Dúskur og Rokksonur hita upp og aðgangseyrir er ókeypis. - fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.