Gumball-kappaksturinn bannaður í Þýskalandi 3. maí 2010 17:42 Bílafloti keppenda í Gumball er svakalegur eins og sást þegar flautað var af stað í London um helgina. Þjóðverjar settu hnefann í borðið og bönnuðu glæsivögnunum í Gumball-kappakstrinum að keyra á þýskum þjóðvegum í gær. Kappaksturinn var blásinn í gang í London á laugardag. Í honum tekur þátt fjöldi stjarna og auðkýfinga. Frægt er þegar Jón Ásgeir Jóhannesson, Hannes Smárason, Magnús Ármann og fleiri tóku þátt í kappakstrinum árið 2006. Keyrð er alls um fimm þúsund kílómetra leið á þjóðvegum og haldin veisla á hverju kvöldi. Í gærmorgun átti að keyra frá Amsterdam til Kaupmannahafnar. Réttur í Þýskalandi setti lögbann á kappaksturinn þannig að ferja þurfti bílana á stórum vögnum til Danmerkur. Þarna gæti spilað inn í umdeilt mál sem varð í kappakstrinum fyrir þremur árum. Þá létust tveir vegfarendur í Makedóníu í árekstri við enska kaupsýslumenn sem tóku þátt. Glæsikerrunum var vippað upp á vagn í Þýskalandi og þær keyrðar til Danmerkur. Meðal stjarnanna að þessu sinni eru Jade Jagger, dóttir Mick Jagger, rappararnir Eve og Xzibit og hjólabrettasnillingurinn Tony Hawk. Leikarinn Michael Madsen tók einnig þátt en hætti á fyrsta degi þegar liðsfélagi hans var stöðvaður fyrir of hraðan akstur og tekinn með á lögreglustöðina. Gumball-kappaksturinn er nú haldinn í 12. skipti. Frá Kaupmannahöfn heldur hann til Stokkhólms. Þaðan er flogið vestur um haf til Boston, keyrt til Toronto og endað í New York.Hér má sjá 20 mínútna myndband af öllum ofurbílunum taka af stað í London um helgina. Lífið Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Þjóðverjar settu hnefann í borðið og bönnuðu glæsivögnunum í Gumball-kappakstrinum að keyra á þýskum þjóðvegum í gær. Kappaksturinn var blásinn í gang í London á laugardag. Í honum tekur þátt fjöldi stjarna og auðkýfinga. Frægt er þegar Jón Ásgeir Jóhannesson, Hannes Smárason, Magnús Ármann og fleiri tóku þátt í kappakstrinum árið 2006. Keyrð er alls um fimm þúsund kílómetra leið á þjóðvegum og haldin veisla á hverju kvöldi. Í gærmorgun átti að keyra frá Amsterdam til Kaupmannahafnar. Réttur í Þýskalandi setti lögbann á kappaksturinn þannig að ferja þurfti bílana á stórum vögnum til Danmerkur. Þarna gæti spilað inn í umdeilt mál sem varð í kappakstrinum fyrir þremur árum. Þá létust tveir vegfarendur í Makedóníu í árekstri við enska kaupsýslumenn sem tóku þátt. Glæsikerrunum var vippað upp á vagn í Þýskalandi og þær keyrðar til Danmerkur. Meðal stjarnanna að þessu sinni eru Jade Jagger, dóttir Mick Jagger, rappararnir Eve og Xzibit og hjólabrettasnillingurinn Tony Hawk. Leikarinn Michael Madsen tók einnig þátt en hætti á fyrsta degi þegar liðsfélagi hans var stöðvaður fyrir of hraðan akstur og tekinn með á lögreglustöðina. Gumball-kappaksturinn er nú haldinn í 12. skipti. Frá Kaupmannahöfn heldur hann til Stokkhólms. Þaðan er flogið vestur um haf til Boston, keyrt til Toronto og endað í New York.Hér má sjá 20 mínútna myndband af öllum ofurbílunum taka af stað í London um helgina.
Lífið Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira