Aðventuuppreisnin Þorsteinn Pálsson skrifar 18. desember 2010 06:00 Þrír þingmenn VG studdu ekki fjárlagafrumvarpið. Það eru stór tíðindi. En hvaða þýðingu hafa þau? Á svarinu eru tvær hliðar. Annars vegar kemur pólitísk kreppa stjórnarsamstarfsins upp á yfirborðið. Það er alvarlegt veikleikamerki. Hins vegar birtist vinstrivængur VG fáliðaðri en hann hefur sýnst vera undir yfirborðinu. Málefnalega hefur uppreisn vinstrivængsins snúist um grundvallaratriði stjórnarstefnunnar: Aðildarumsóknina að ESB og samstarfsáætlunina við AGS. Hin hlið málsins sýnir harðsnúna valdabaráttu innan VG. Eftir að Ögmundur Jónasson keypti sig inn í ríkisstjórnina á ný hefur vinstri vængurinn þó virkað bæði forystulaus og stefnuvilltur. Stóra spurningin er hvort þetta áfall hefur áhrif á framhaldið. Samhentar stjórnir þurfa að sönnu ekki nema þrjátíu og tvö atkvæði. Framhaldið veltur þá á að vinstrivængurinn nái ekki þeim styrk til andófs sem hann hafði fyrir flokksráðsfundinn á dögunum. Það þýðir aftur að flokksforystan getur tæplega, eins og áformað er, hróflað við stöðu vinstrivængsins í ríkisstjórn þar sem hann hefur nú tvo stóla. Með hliðsjón af þessu er ljóst að stjórnin glímir áfram við málefnakreppu þó að aðventuuppreisnin hafi litlu áorkað við fjárlagaafgreiðsluna nú. Ætla má að stjórnin hafi meirihluta fyrir Icesave þrátt fyrir þessa uppreisn. Hún hefur hins vegar ekki meirihluta til að fylgja eftir áætlun AGS um erlenda fjárfestingu og hagvöxt. Óvissan um aðildarsamningana er meiri en áður. Úthaldið til frekari aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum virðist ennfremur vera búið. Málefnaleg kjölfesta finnst ekki.Hvað svo? Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna hafa algjörlega hafnað hugmyndum um víðtækt pólitískt samstarf til þess að treysta pólitískan stöðugleika og auka líkur á að markmið AGS- áætlunarinnar nái fram. Þeir hafa hins vegar aldrei útilokað að taka Framsóknarflokkinn upp í. Mat verður ekki á það lagt hversu líklegt er að til þess ráðs verði gripið. Út frá því má hins vegar ganga sem vísu að menn íhugi þann kost. Því er ástæða til að skoða hvaða áhrif breyting af því tagi hefði á málefnakreppuna. Fyrst er á það að líta að hluti af Framsóknarflokknum hefur fylgt alveg sömu línu og vinstrivængur VG í öllum helstu málum. Þannig stóð formaður Framsóknarflokksins að þingsályktunartillögu með vinstrivæng VG og Hreyfingunni um að hætta samstarfinu við AGS. Hluti Framsóknarflokksins hefur staðið þéttingsfast með vinstrivængnum um að slíta aðildarviðræðunum við ESB. Þá hefur Framsóknarflokkurinn fylgt sömu sjónarmiðum og vinstrivængur VG varðandi skuldavanda heimilanna. Lítið hefur farið fyrir hinum hluta þingflokks framsóknarmanna sem fylgt hefur yfirvegaðri og raunsærri pólitík. Hann er eigi að síður til staðar. Trúlega myndi flokksforystan halla sér á þá sveifina ef ráðherrastólar væru í boði. Einhver hluti þingmanna Framsóknarflokksins er þó líklegur til að halda áfram á sömu braut með vinstrivæng VG. Sennilegt er því að Framsóknarflokkurinn leggi ný lóð á báðar vogarskálar stjórnarsamstarfsins ef til kemur. Um leið og meirihlutinn styrktist myndi jafnframt fjölga í uppreisnarliðinu.Er von? Vandræðagangurinn yrði þannig ólíklega úr sögunni. En er unnt með þessu móti að tryggja starfhæfan meirihluta um þá hluti sem máli skipta? Við mat á því þarf að hafa í huga að forysta VG hefur keypt áfangasigra gegn vinstrivængnum nokkuð dýru verði. Hún hefur fyrir þá sök mun takmarkaðra svigrúm nú en við stjórnarmyndunina til málamiðlana. Í því ljósi verður að telja ólíklegt að Framsóknarflokknum tækist að knýja fram ákveðnari ráðstafanir til að ná fram markmiðum AGS- áætlunarinnar um erlenda fjárfestingu, stóriðju og hagvöxt. Til þess að halda innanflokksátökum í skefjum þarf VG að leggja steina í götu aðildarviðræðnanna. Framsóknarflokkurinn er einfaldlega of klofinn í því máli til þess að geta knúið fram breytingu á þeirri stöðu. Reikna verður með að ekki muni standa á Framsóknarflokknum að styðja nýja Icesave-samninga verði ráðherrastólar í boði. Aftur á móti kæmi mjög á óvart ef Framsóknarflokkurinn myndi þegar á hólminn er komið berja í þá bresti sem nú þegar eru í stjórnarsamstarfinu varðandi áframhaldandi aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum. Þegar öllu er á botninn hvolft bendir flest til að ríkisstjórnin gæti setið rólegri við völd ef Framsóknarflokkurinn yrði tekinn inn. Málefnakreppan sem tefur endurreisn efnahagslífsins yrði þó óleyst eftir sem áður. Slík leikflétta myndi því litlu breyta og vandséð að hún gæti gefið fólkinu í landinu nýja von. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorsteinn Pálsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Þrír þingmenn VG studdu ekki fjárlagafrumvarpið. Það eru stór tíðindi. En hvaða þýðingu hafa þau? Á svarinu eru tvær hliðar. Annars vegar kemur pólitísk kreppa stjórnarsamstarfsins upp á yfirborðið. Það er alvarlegt veikleikamerki. Hins vegar birtist vinstrivængur VG fáliðaðri en hann hefur sýnst vera undir yfirborðinu. Málefnalega hefur uppreisn vinstrivængsins snúist um grundvallaratriði stjórnarstefnunnar: Aðildarumsóknina að ESB og samstarfsáætlunina við AGS. Hin hlið málsins sýnir harðsnúna valdabaráttu innan VG. Eftir að Ögmundur Jónasson keypti sig inn í ríkisstjórnina á ný hefur vinstri vængurinn þó virkað bæði forystulaus og stefnuvilltur. Stóra spurningin er hvort þetta áfall hefur áhrif á framhaldið. Samhentar stjórnir þurfa að sönnu ekki nema þrjátíu og tvö atkvæði. Framhaldið veltur þá á að vinstrivængurinn nái ekki þeim styrk til andófs sem hann hafði fyrir flokksráðsfundinn á dögunum. Það þýðir aftur að flokksforystan getur tæplega, eins og áformað er, hróflað við stöðu vinstrivængsins í ríkisstjórn þar sem hann hefur nú tvo stóla. Með hliðsjón af þessu er ljóst að stjórnin glímir áfram við málefnakreppu þó að aðventuuppreisnin hafi litlu áorkað við fjárlagaafgreiðsluna nú. Ætla má að stjórnin hafi meirihluta fyrir Icesave þrátt fyrir þessa uppreisn. Hún hefur hins vegar ekki meirihluta til að fylgja eftir áætlun AGS um erlenda fjárfestingu og hagvöxt. Óvissan um aðildarsamningana er meiri en áður. Úthaldið til frekari aðhaldsaðgerða í ríkisfjármálum virðist ennfremur vera búið. Málefnaleg kjölfesta finnst ekki.Hvað svo? Forystumenn ríkisstjórnarflokkanna hafa algjörlega hafnað hugmyndum um víðtækt pólitískt samstarf til þess að treysta pólitískan stöðugleika og auka líkur á að markmið AGS- áætlunarinnar nái fram. Þeir hafa hins vegar aldrei útilokað að taka Framsóknarflokkinn upp í. Mat verður ekki á það lagt hversu líklegt er að til þess ráðs verði gripið. Út frá því má hins vegar ganga sem vísu að menn íhugi þann kost. Því er ástæða til að skoða hvaða áhrif breyting af því tagi hefði á málefnakreppuna. Fyrst er á það að líta að hluti af Framsóknarflokknum hefur fylgt alveg sömu línu og vinstrivængur VG í öllum helstu málum. Þannig stóð formaður Framsóknarflokksins að þingsályktunartillögu með vinstrivæng VG og Hreyfingunni um að hætta samstarfinu við AGS. Hluti Framsóknarflokksins hefur staðið þéttingsfast með vinstrivængnum um að slíta aðildarviðræðunum við ESB. Þá hefur Framsóknarflokkurinn fylgt sömu sjónarmiðum og vinstrivængur VG varðandi skuldavanda heimilanna. Lítið hefur farið fyrir hinum hluta þingflokks framsóknarmanna sem fylgt hefur yfirvegaðri og raunsærri pólitík. Hann er eigi að síður til staðar. Trúlega myndi flokksforystan halla sér á þá sveifina ef ráðherrastólar væru í boði. Einhver hluti þingmanna Framsóknarflokksins er þó líklegur til að halda áfram á sömu braut með vinstrivæng VG. Sennilegt er því að Framsóknarflokkurinn leggi ný lóð á báðar vogarskálar stjórnarsamstarfsins ef til kemur. Um leið og meirihlutinn styrktist myndi jafnframt fjölga í uppreisnarliðinu.Er von? Vandræðagangurinn yrði þannig ólíklega úr sögunni. En er unnt með þessu móti að tryggja starfhæfan meirihluta um þá hluti sem máli skipta? Við mat á því þarf að hafa í huga að forysta VG hefur keypt áfangasigra gegn vinstrivængnum nokkuð dýru verði. Hún hefur fyrir þá sök mun takmarkaðra svigrúm nú en við stjórnarmyndunina til málamiðlana. Í því ljósi verður að telja ólíklegt að Framsóknarflokknum tækist að knýja fram ákveðnari ráðstafanir til að ná fram markmiðum AGS- áætlunarinnar um erlenda fjárfestingu, stóriðju og hagvöxt. Til þess að halda innanflokksátökum í skefjum þarf VG að leggja steina í götu aðildarviðræðnanna. Framsóknarflokkurinn er einfaldlega of klofinn í því máli til þess að geta knúið fram breytingu á þeirri stöðu. Reikna verður með að ekki muni standa á Framsóknarflokknum að styðja nýja Icesave-samninga verði ráðherrastólar í boði. Aftur á móti kæmi mjög á óvart ef Framsóknarflokkurinn myndi þegar á hólminn er komið berja í þá bresti sem nú þegar eru í stjórnarsamstarfinu varðandi áframhaldandi aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum. Þegar öllu er á botninn hvolft bendir flest til að ríkisstjórnin gæti setið rólegri við völd ef Framsóknarflokkurinn yrði tekinn inn. Málefnakreppan sem tefur endurreisn efnahagslífsins yrði þó óleyst eftir sem áður. Slík leikflétta myndi því litlu breyta og vandséð að hún gæti gefið fólkinu í landinu nýja von.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun