Umfjöllun: Stjarnan áfram á beinu brautinni Elvar Geir Magnússon í Garðabæ skrifar 25. október 2010 21:32 Teitur Örlygsson og félagar lögðu Njarðvík. Stjarnan vann 91-81 sigur á Njarðvík í kvöld en þetta var þriðji sigurleikur liðsins í röð. Ekki er hægt að segja annað en sigurinn hafi verið sanngjarn þó spenna hafi óvænt hlaupið í leikinn í lokin. Þessi tvö lið voru jöfn að stigum fyrir leikinn í kvöld en þau unnu bæði góða sigra í umferðinni á undan, Stjarnan sótti bæði stigin til Keflavíkur og Njarðvík lagði Íslandsmeistarana í Snæfelli. Njarðvíkingar tefldu fram miðherjanum Christopher Smith í fyrsta sinn en hann lék í búningi Fjölnis síðasta vetur. Heimamenn voru á undan nánast allan fyrri hálfleikinn og leiddu með átta stiga mun að loknum fyrsta fjórðungi. Í byrjun annars náðu gestirnir að saxa vel á forskotið en þá settu Stjörnumenn aftur í fluggírinn. Mögnuð flautukarfa Óla Ragnars Alexanderssonar, leikmanns Njarðvíkur, rétt fyrir hálfleikinn sá til þess að Stjarnan fór með tíu stiga forystu til búningsherbergja en ekki þrettán. Staðan 52-42 í hálfleik. Eftir hlé var lengi alls ekki útlit fyrir að einhver spenna yrði á lokasprettinum en annað átti eftir að koma á daginn. Sóknarleikur Stjörnunnar datt skyndilega úr sambandi og þegar fjórar mínútur voru eftir var forysta Garðbæinga allt í einu aðeins fimm stig. En þá sögðu þeir hingað og ekki lengra og sigldu stigunum tveimur í höfn. Stjarnan - Njarðvík 91-81 (52-42) Stjarnan: Justin Shouse 23/7 fráköst/6 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 19/5 fráköst, Fannar Freyr Helgason 16/7 fráköst, Marvin Valdimarsson 15/8 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 9, Birkir Guðlaugsson 6, Ólafur Aron Ingvason 2, Kjartan Atli Kjartansson 1.Njarðvík: Christopher Smith 29/8 fráköst, Guðmundur Jónsson 15, Kristján Rúnar Sigurðsson 9, Hjörtur Hrafn Einarsson 7/6 fráköst, Páll Kristinsson 5/4 fráköst, Lárus Jónsson 5, Rúnar Ingi Erlingsson 4, Egill Jónasson 4/4 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 3, Friðrik E. Stefánsson 0/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Stjarnan vann 91-81 sigur á Njarðvík í kvöld en þetta var þriðji sigurleikur liðsins í röð. Ekki er hægt að segja annað en sigurinn hafi verið sanngjarn þó spenna hafi óvænt hlaupið í leikinn í lokin. Þessi tvö lið voru jöfn að stigum fyrir leikinn í kvöld en þau unnu bæði góða sigra í umferðinni á undan, Stjarnan sótti bæði stigin til Keflavíkur og Njarðvík lagði Íslandsmeistarana í Snæfelli. Njarðvíkingar tefldu fram miðherjanum Christopher Smith í fyrsta sinn en hann lék í búningi Fjölnis síðasta vetur. Heimamenn voru á undan nánast allan fyrri hálfleikinn og leiddu með átta stiga mun að loknum fyrsta fjórðungi. Í byrjun annars náðu gestirnir að saxa vel á forskotið en þá settu Stjörnumenn aftur í fluggírinn. Mögnuð flautukarfa Óla Ragnars Alexanderssonar, leikmanns Njarðvíkur, rétt fyrir hálfleikinn sá til þess að Stjarnan fór með tíu stiga forystu til búningsherbergja en ekki þrettán. Staðan 52-42 í hálfleik. Eftir hlé var lengi alls ekki útlit fyrir að einhver spenna yrði á lokasprettinum en annað átti eftir að koma á daginn. Sóknarleikur Stjörnunnar datt skyndilega úr sambandi og þegar fjórar mínútur voru eftir var forysta Garðbæinga allt í einu aðeins fimm stig. En þá sögðu þeir hingað og ekki lengra og sigldu stigunum tveimur í höfn. Stjarnan - Njarðvík 91-81 (52-42) Stjarnan: Justin Shouse 23/7 fráköst/6 stoðsendingar, Jovan Zdravevski 19/5 fráköst, Fannar Freyr Helgason 16/7 fráköst, Marvin Valdimarsson 15/8 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 9, Birkir Guðlaugsson 6, Ólafur Aron Ingvason 2, Kjartan Atli Kjartansson 1.Njarðvík: Christopher Smith 29/8 fráköst, Guðmundur Jónsson 15, Kristján Rúnar Sigurðsson 9, Hjörtur Hrafn Einarsson 7/6 fráköst, Páll Kristinsson 5/4 fráköst, Lárus Jónsson 5, Rúnar Ingi Erlingsson 4, Egill Jónasson 4/4 fráköst, Óli Ragnar Alexandersson 3, Friðrik E. Stefánsson 0/5 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira