Handbolti

Júlíus búinn að velja liðið fyrir Noregsleikina um næstu helgi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elísabet Gunarsdóttir er aftur komin inn í landsliðið.
Elísabet Gunarsdóttir er aftur komin inn í landsliðið. Mynd/Stefán
Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari kvenna í handbolta hefur valið 19 leikmenn til að taka þátt í æfingum og tveimur leikum við 20 ára lið Norðmanna sem fara fram í Mýrinni 30. og 31. október næstkomandi.

Júlíus tekur inn sex nýja leikmenn frá því í æfingarmótinu í Hollandi á dögunum en það eru Guðrún Ósk Maríasdóttir, Elísabet Gunarsdóttir, Solveig Lára Kjærnested, Sunna María Einarsdóttir, Þorgerður Atladóttir og Hanna Guðrún Stefánsdóttir sem kemur aftur inn eftir meiðsli.

Fjórar þessum sex leikmönnum spila með Stjörnunni sem hefur byrjað N1 deild kvenna af miklum krafti og vann meðal annars Íslandsmeistara Vals um síðustu helgi.

Leikirnir fara fram klukkna 16.00 á laugardaginn og klukkan 14.00 á sunnudaginn.

Landsliðshópurinn:

Markverðir:

Berglind Íris Hansdóttir Fredrikstad BK

Guðrún Ósk Maríasdóttir Fylkir

Íris Björk Símonardóttir Fram

Aðrir leikmenn:

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir Valur

Arna Sif Pálsdóttir Team Esbjerg

Ásta Birna Gunnardóttir Fram

Elísabet Gunarsdóttir Stjarnan

Guðrún Þóra Hálfdánardóttir Fram

Hanna Guðrún Stefánsdóttir Stjarnan

Hildur Þorgeirsdóttir Fram

Hrafnhildur Skúladóttir Valur

Karen Knútsdóttir Fram

Rakel Dögg Bragadóttir Levanger

Rebekka Rut Skúladóttir Valur

Solveig Lára Kjærnested Stjarnan

Stella Sigurðardóttir Fram

Sunna Jónsdóttir Fylkir

Sunna María Einarsdóttir Fylkir

Þorgerður Atladóttir Stjarnan






Fleiri fréttir

Sjá meira


×