Handbolti

Fleiri leikmenn á skýrslu en áður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson með leikmönnum úr landsliðinu á síðasta EM.
Guðmundur Guðmundsson með leikmönnum úr landsliðinu á síðasta EM. Mynd/DIENER
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, fær að hafa sextán leikmenn á skýrslu í komandi leikjum á móti Lettum og Austurríkismönnum í undankeppni EM en hingað til hafa aðeins fjórtán leikmenn verið á skýrslu í undankeppnum fyrir stórmót.

Guðmundur valdi sautján manna hóp fyrir leikina og er fyrsta æfing liðsins í kvöld. Ísland mætir Lettum í Laugardalshöllinni á miðvikudagskvöldið og spilar við Austurríki í Wiener Neustadt á laugardaginn.

Eftir þessa reglubreytingu hjá EHF þarf aðeins einn af þessum sautján leikmönnum að hvíla í leikjunum. Á stórmótum eru sextán manns á skýrslu og gilda nú sömu reglur í leikjum í bæði undan- og úrslitakeppni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×