List án landamæra blífur 29. apríl 2010 13:00 Verk eftir Kristin Þór Elíasson prýðir forsíðu bæklings hátíðarinnar í ár en þetta er í sjöunda sinn sem hún er haldin. Hátíðin List án landamæra er sett í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl. 17. Er hún nú haldin í sjöunda sinn en yfir fimmtíu viðburðir eru á dagskránni víða um land á næstu vikum, flestir á höfuðborgarsvæðinu eins og áður, en einnig í Borgarnesi, á Ísafirði, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, í Vestmannaeyjum, á Selfossi og á Suðurnesjum. Fjölmörg atriði verða á opnuninni í dag: tónlist, upplestur og gjörningar. Katrín Jakobsdóttir setur háíðina. Leikkonurnar Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Sigrid Husjord munu sjá um kynninguna en Sigrid er norsk og flaug hingað af tilefninu. Þegar dagskránni er lokið verður stór samsýning opnuð í Austursal Ráðhússins. Þar mun fjölmargt ólíkt myndlistarfólk sýna, en sýningin mun standa til 9. maí. Stórt veggverk, samvinnuverkefni allra á Lækjarási, verður til sýnis. Verkið byggir á ljóði eins úr hópnum, Auðuns Gestssonar, og fjallar um náttúruna og gróðurinn í kringum Lækjarás, með samlíkingu milli vaxtar gróðursins og Lækjaráss og margbreytileika fólksins sem staðinn sækir. Stór hópur frá Gylfaflöt mun taka þátt. Þau munu sýna 10 fótaskemla í tilefni 10 ára afmælis Gylfaflatar. Á dagskránni fram undan á höfuðborgarsvæðinu má nefna opnun samstarfssýningar Elínar Önnu Þórisdóttur og Kristins Þórs Elíassonar á Mokka í dag kl. 15. Á meðal annarra viðburða sem fram undan eru mætti nefna myndlistarsýningu á Kaffi Rót á föstudag, Geðveikt kaffihús og handverksmarkað í Hinu húsinu á laugardag og hönnunarsýningu í Norræna húsinu á sunnudag. Fram undan á Suðurnesjum má nefna dagskrá í Garði á morgun undir yfirskriftinni „Fuglarnir í Garðinum“ sem mun standa til 30. maí, en þar verður spunnið sameiginlegt listaverk um allan Garðinn á tímabilinu. Á hátíðisdegi verkalýðsins á laugardag er opnun sýningar Safnasafnsins á Svalbarðsströnd í tilefni af 80 ára afmæli Sólheima í Grímsnesi. Listahópurinn Geðlist frá Akureyri mun afhjúpa skúlptúr á bílastæði Safnasafnsins sama dag. Á Egilsstöðum verður hátíðardagskrá í Sláturhúsinu og í Reykjanesbæ opnar ljósmyndasýning í Göngugötunni Kjarna. Í Borgarnesi opnuðu Alþýðulistamenn sýningu um síðustu helgi, en hún mun standa í Gallerí Brák til 9. maí. Dagskrárbækling listahátíðarinnar er hægt að sjá á síðunni listanlandamaera.blog.is. Hægt verður að nálgast prentuð eintök í Ráðhúsinu í dag og á öllum viðburðum hátíðarinnar. Lífið Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Hátíðin List án landamæra er sett í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag kl. 17. Er hún nú haldin í sjöunda sinn en yfir fimmtíu viðburðir eru á dagskránni víða um land á næstu vikum, flestir á höfuðborgarsvæðinu eins og áður, en einnig í Borgarnesi, á Ísafirði, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, í Vestmannaeyjum, á Selfossi og á Suðurnesjum. Fjölmörg atriði verða á opnuninni í dag: tónlist, upplestur og gjörningar. Katrín Jakobsdóttir setur háíðina. Leikkonurnar Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Sigrid Husjord munu sjá um kynninguna en Sigrid er norsk og flaug hingað af tilefninu. Þegar dagskránni er lokið verður stór samsýning opnuð í Austursal Ráðhússins. Þar mun fjölmargt ólíkt myndlistarfólk sýna, en sýningin mun standa til 9. maí. Stórt veggverk, samvinnuverkefni allra á Lækjarási, verður til sýnis. Verkið byggir á ljóði eins úr hópnum, Auðuns Gestssonar, og fjallar um náttúruna og gróðurinn í kringum Lækjarás, með samlíkingu milli vaxtar gróðursins og Lækjaráss og margbreytileika fólksins sem staðinn sækir. Stór hópur frá Gylfaflöt mun taka þátt. Þau munu sýna 10 fótaskemla í tilefni 10 ára afmælis Gylfaflatar. Á dagskránni fram undan á höfuðborgarsvæðinu má nefna opnun samstarfssýningar Elínar Önnu Þórisdóttur og Kristins Þórs Elíassonar á Mokka í dag kl. 15. Á meðal annarra viðburða sem fram undan eru mætti nefna myndlistarsýningu á Kaffi Rót á föstudag, Geðveikt kaffihús og handverksmarkað í Hinu húsinu á laugardag og hönnunarsýningu í Norræna húsinu á sunnudag. Fram undan á Suðurnesjum má nefna dagskrá í Garði á morgun undir yfirskriftinni „Fuglarnir í Garðinum“ sem mun standa til 30. maí, en þar verður spunnið sameiginlegt listaverk um allan Garðinn á tímabilinu. Á hátíðisdegi verkalýðsins á laugardag er opnun sýningar Safnasafnsins á Svalbarðsströnd í tilefni af 80 ára afmæli Sólheima í Grímsnesi. Listahópurinn Geðlist frá Akureyri mun afhjúpa skúlptúr á bílastæði Safnasafnsins sama dag. Á Egilsstöðum verður hátíðardagskrá í Sláturhúsinu og í Reykjanesbæ opnar ljósmyndasýning í Göngugötunni Kjarna. Í Borgarnesi opnuðu Alþýðulistamenn sýningu um síðustu helgi, en hún mun standa í Gallerí Brák til 9. maí. Dagskrárbækling listahátíðarinnar er hægt að sjá á síðunni listanlandamaera.blog.is. Hægt verður að nálgast prentuð eintök í Ráðhúsinu í dag og á öllum viðburðum hátíðarinnar.
Lífið Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira