Kosið um kvóta? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 9. mars 2010 06:00 Ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í Fréttablaðinu í gær, um að næsta þjóðaratkvæðagreiðsla geti farið fram um fiskveiðistjórnunarkerfið, eru allrar athygli verð. Forsætisráðherrann bendir réttilega á að deilan um stjórnun fiskveiða hafi klofið þjóðina áratugum saman. Talsmenn þjóðaratkvæðagreiðslna hafa oft nefnt fiskveiðistjórnunina sem mál sem hægt væri að gera út um í þjóðaratkvæðagreiðslu. Málið er hins vegar flókið. Ríkisstjórnin hefur fyrningarleiðina svokölluðu á stefnuskrá sinni; að taka aflaheimildirnar af útgerðinni á tuttugu ára tímabili og endurúthluta þeim. Talsmenn sjávarútvegsins segja að slík aðgerð myndi stofna afkomu greinarinnar í voða - og hafa mikið til síns máls. Í þessu máli vegast á réttlætissjónarmið og hagkvæmnis-sjónarmið. Réttlætissjónarmiðið er að útvegsmenn geti ekki farið með auðlindina, sem lögum samkvæmt er almenningseign, eins og sína einkaeign. Hagkvæmnissjónarmiðið vegur hins vegar líka þungt. Kvótakerfið er skilvirkt og hagkvæmt, hefur reynzt betur en flest önnur kerfi við skynsamlega stjórnun auðlindarinnar og hefur skilað gríðarlegri hagræðingu í sjávarútveginum. Hvaða kosti ætti að leggja fyrir þjóðina þegar kosið yrði um fiskveiðistjórnunina? Yrði það óbreytt ástand eða hreinræktuð fyrningarleið, sem segja má að séu ýtrustu kostirnir? Forsætisráðherra segir að vel færi á því að niðurstaða sáttanefndarinnar svokölluðu yrði lögð fyrir þjóðina. Þá væri þjóðin að kjósa á milli óbreytts ástands og einhvers konar málamiðlunar. Enn veit enginn hver sú málamiðlun gæti orðið. Kannski yrði hún að halda óbreyttu kvótakerfi, en leggja hærra veiðileyfagjald á útgerðina. Einu sinni leit út fyrir að sátt gæti náðst um slíka leið og ástæða væri til að láta reyna á hvort þjóðin væri henni sammála. Vandi sáttanefndarinnar virðist hins vegar sá, að ríkisstjórnin er ekki í miklum sáttahug þegar sjávarútvegurinn er annars vegar. Fulltrúar bæði útgerðar og fiskvinnslu hyggjast hætta störfum í nefndinni, verði skötuselsfrumvarp Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra að lögum á Alþingi. Sjálfsagt gefst nægur tími til að ræða sjávarútvegsmálin áður en til atkvæðagreiðslu kemur, því að fyrst þarf að setja almennar reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur. Ummæli Jóhönnu um þær reglur benda til að afstaða Samfylkingarinnar hafi breytzt: „Fólkið á að hafa þennan rétt [að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu] en ekki bara forsetinn. Það má hugleiða að ef fólkið fær þennan rétt í lögum, að forsetinn hefði hann þá ekki." Síðasta stjórnarskrárnefnd náði ekki saman um nýjar reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur einmitt vegna ágreinings um þetta atriði. Sjálfstæðismenn, sem kunnu forsetanum litlar þakkir fyrir að virkja 26. grein stjórnarskrárinnar sumarið 2004, vildu þá taka málskotsréttinn af forsetanum og færa hann þjóðinni. Samfylkingin var hins vegar alveg á móti því og vildi að forsetinn hefði réttinn áfram. Kannski verður ákvörðun forsetans um að synja Icesave-lögunum staðfestingar til þess að þverpólitísk samstaða næst um að setja skynsamlegar reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun
Ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í Fréttablaðinu í gær, um að næsta þjóðaratkvæðagreiðsla geti farið fram um fiskveiðistjórnunarkerfið, eru allrar athygli verð. Forsætisráðherrann bendir réttilega á að deilan um stjórnun fiskveiða hafi klofið þjóðina áratugum saman. Talsmenn þjóðaratkvæðagreiðslna hafa oft nefnt fiskveiðistjórnunina sem mál sem hægt væri að gera út um í þjóðaratkvæðagreiðslu. Málið er hins vegar flókið. Ríkisstjórnin hefur fyrningarleiðina svokölluðu á stefnuskrá sinni; að taka aflaheimildirnar af útgerðinni á tuttugu ára tímabili og endurúthluta þeim. Talsmenn sjávarútvegsins segja að slík aðgerð myndi stofna afkomu greinarinnar í voða - og hafa mikið til síns máls. Í þessu máli vegast á réttlætissjónarmið og hagkvæmnis-sjónarmið. Réttlætissjónarmiðið er að útvegsmenn geti ekki farið með auðlindina, sem lögum samkvæmt er almenningseign, eins og sína einkaeign. Hagkvæmnissjónarmiðið vegur hins vegar líka þungt. Kvótakerfið er skilvirkt og hagkvæmt, hefur reynzt betur en flest önnur kerfi við skynsamlega stjórnun auðlindarinnar og hefur skilað gríðarlegri hagræðingu í sjávarútveginum. Hvaða kosti ætti að leggja fyrir þjóðina þegar kosið yrði um fiskveiðistjórnunina? Yrði það óbreytt ástand eða hreinræktuð fyrningarleið, sem segja má að séu ýtrustu kostirnir? Forsætisráðherra segir að vel færi á því að niðurstaða sáttanefndarinnar svokölluðu yrði lögð fyrir þjóðina. Þá væri þjóðin að kjósa á milli óbreytts ástands og einhvers konar málamiðlunar. Enn veit enginn hver sú málamiðlun gæti orðið. Kannski yrði hún að halda óbreyttu kvótakerfi, en leggja hærra veiðileyfagjald á útgerðina. Einu sinni leit út fyrir að sátt gæti náðst um slíka leið og ástæða væri til að láta reyna á hvort þjóðin væri henni sammála. Vandi sáttanefndarinnar virðist hins vegar sá, að ríkisstjórnin er ekki í miklum sáttahug þegar sjávarútvegurinn er annars vegar. Fulltrúar bæði útgerðar og fiskvinnslu hyggjast hætta störfum í nefndinni, verði skötuselsfrumvarp Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra að lögum á Alþingi. Sjálfsagt gefst nægur tími til að ræða sjávarútvegsmálin áður en til atkvæðagreiðslu kemur, því að fyrst þarf að setja almennar reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur. Ummæli Jóhönnu um þær reglur benda til að afstaða Samfylkingarinnar hafi breytzt: „Fólkið á að hafa þennan rétt [að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu] en ekki bara forsetinn. Það má hugleiða að ef fólkið fær þennan rétt í lögum, að forsetinn hefði hann þá ekki." Síðasta stjórnarskrárnefnd náði ekki saman um nýjar reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur einmitt vegna ágreinings um þetta atriði. Sjálfstæðismenn, sem kunnu forsetanum litlar þakkir fyrir að virkja 26. grein stjórnarskrárinnar sumarið 2004, vildu þá taka málskotsréttinn af forsetanum og færa hann þjóðinni. Samfylkingin var hins vegar alveg á móti því og vildi að forsetinn hefði réttinn áfram. Kannski verður ákvörðun forsetans um að synja Icesave-lögunum staðfestingar til þess að þverpólitísk samstaða næst um að setja skynsamlegar reglur um þjóðaratkvæðagreiðslur.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun