Umfjöllun: Fram leiddi HK til slátrunar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. desember 2010 21:08 Framarar fagna í kvöld. Mynd/Anton Fram komst í kvöld upp í annað sæti N1-deildar karla með sigri á HK, 36-26, sem tapaði í kvöld sínum öðrum leik í röð. HK er þar með fallið úr öðru sætinu en liðið tapaði þar áður fyrir Akureyri sem er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Fram vann í kvöld sinn sjötta sigur í kvöld. Framarar náðu fljótt undirtökunum í leiknum og tóku góðan sprett um miðjan hálfleiknum þar sem liðið náði sex marka forystu, 15-9. Þessum mun náðu þeir að halda allt til loka hálfleiksins en staðan að honum loknum var 18-13. HK virtist eiga í miklum vandræðum með öflugan varnarleik Framara og munaði miklu um að Ólafur Bjarki Ragnarsson náði sér alls ekki á strik. Honum tókst ekki að skora í sínum fjórum marktilraunum. Bjarki Már Elísson var einnig langt frá sínu besta en nýtti þó bæði vítaköstin sín. Þeir Atli Ævar Ingólfsson og Daníel Berg Grétarsson drógu vagninn fyrir HK en það var einfaldlega ekki nóg.Andri Berg Haraldsson var markahæstur hjá Fram með sjö mörk þrátt fyrir að hafa fengið rautt um miðjan seinni hálfleikinn.Mynd/AntonAuk þess að leika góðan varnarleik voru Framarar einnig öflugir hinum megin á vellinum. Þeir skoruðu nánast af vild af níu metrunum en alls komu ellefu slík mörk af fimmtán talsins sem komu úr uppstilltri sókn. Andri Berg Haraldsson og Róbert Aron Hostert fóru fyrir sókninni hjá Fram en alls komust átta leikmenn Fram á blað í fyrri hálfleiknum. Ólafur Bjarki komst í gang í síðari hálfleik og þá fóru hlutirnir loksins að ganga upp hjá HK sem á fyrri stundarfjórðungnum náði að minnka muninn í eitt mark. Til að bæta gráu á svart hjá heimamönnum fékk Andri Berg Haraldsson að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Ólafi Bjarka. Þar að auki var Róbert Aron úr leik vegna meiðsla. Allt virtist HK-ingum í hag. En þá hrundi leikur liðsins algerlega. Arnar Birkir Hálfdánsson átti gríðarlega sterka innkomu og skoraði nokkur afar mikilvæg mörk fyrir Fram sem náði að sigla fram úr aftur. Reyndar keyrðu þeir yfir HK-inga á lokakafla leiksins og skoruðu þá tólf mörk gegn aðeins þremur.Daníel Berg Grétarsson skoraði sjö mörk fyrir HK í kvöld, þar af sex í fyrri hálfleik.Mynd/AntonVilhelm Gauti Bergsveinsson, leikmaður HK, fékk að líta rauða spjaldið undir lokin í leiknum fyrir pirringsbrot þegar að Arnar Birkir var í hraðaupphlaupi á lokasekúndum leiksins. Arnar Birkir var drjúgur síðustu mínúturnar og aðrir ungir Framarar stóðu sig vel. Matthías Daðason átti ágæta innkomu í vinstra hornið auk þess sem að Einar Rafn Eiðsson átti góða spretti. HK-ingar hafa oft spilað miklu betur en í þessum leik. Ólafur Bjarki náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik og Daníel Berg ekki í þeim síðari. Bjarki Már hornamaður var langt frá sínu besta og Björn Ingi markvörður sömuleiðis. Atli Ævar Ingólfsson línumaður var ágætur í fyrri hálfleik en það dró af honum í þeim síðari.Tölfræði leiksins:Fram - HK 36 - 26 (18 - 13)Mörk Fram (skot): Andri Berg Haraldsson 7 (13), Arnar Birkir Hálfdánsson 6/1 (7/1), Einar Rafn Eiðsson 6/2 (9/3), Róbert Aron Hostert 4 (4), Haraldur Þorvarðarson 4 (5), Halldór Jóhann Sigfússon 3 (3), Matthías Daðason 3 (4), Magnús Stefánsson 3 (5), Jóhann Karl Reynisson (1), Kristján Svan Kristjánsson (3).Varin skot: Magnús Erlendsson 14 (39/6, 36%), Björn Viðar Björnsson 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 7 (Einar Rafn 2, Matthías 2, Haraldur 1, Róbert Aron 1, Arnar Birkir 1). Fiskuð víti: 4 (Halldór Jóhann 1, Andri Berg 1, Matthías 1, Arnar Birkir 1). Utan vallar: 8 mínútur.Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 8/5 (14/5), Daníel Berg Grétarsson 7 (11), Atli Ævar Ingólfsson 4 (8), Bjarki Már Elíasson 4/2 (8/2), Hörður Másson 2 (4), Hákon Bridde 1 (1), Brynjar Freyr Valsteinsson (1). Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 13/1 (45/3, 29%), Valgeir Tómasson 0 (4/1). Hraðaupphlaup: 4 (Daníel Berg 2, Bjarki Már 1, Ólafur Bjarki 1). Fiskuð víti: 7 (Ólafur Bjarki 3, Hörður 2, Bjarki Már 1, Daníel Berg 1). Utan vallar: 8 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Olís-deild karla Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Fram komst í kvöld upp í annað sæti N1-deildar karla með sigri á HK, 36-26, sem tapaði í kvöld sínum öðrum leik í röð. HK er þar með fallið úr öðru sætinu en liðið tapaði þar áður fyrir Akureyri sem er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Fram vann í kvöld sinn sjötta sigur í kvöld. Framarar náðu fljótt undirtökunum í leiknum og tóku góðan sprett um miðjan hálfleiknum þar sem liðið náði sex marka forystu, 15-9. Þessum mun náðu þeir að halda allt til loka hálfleiksins en staðan að honum loknum var 18-13. HK virtist eiga í miklum vandræðum með öflugan varnarleik Framara og munaði miklu um að Ólafur Bjarki Ragnarsson náði sér alls ekki á strik. Honum tókst ekki að skora í sínum fjórum marktilraunum. Bjarki Már Elísson var einnig langt frá sínu besta en nýtti þó bæði vítaköstin sín. Þeir Atli Ævar Ingólfsson og Daníel Berg Grétarsson drógu vagninn fyrir HK en það var einfaldlega ekki nóg.Andri Berg Haraldsson var markahæstur hjá Fram með sjö mörk þrátt fyrir að hafa fengið rautt um miðjan seinni hálfleikinn.Mynd/AntonAuk þess að leika góðan varnarleik voru Framarar einnig öflugir hinum megin á vellinum. Þeir skoruðu nánast af vild af níu metrunum en alls komu ellefu slík mörk af fimmtán talsins sem komu úr uppstilltri sókn. Andri Berg Haraldsson og Róbert Aron Hostert fóru fyrir sókninni hjá Fram en alls komust átta leikmenn Fram á blað í fyrri hálfleiknum. Ólafur Bjarki komst í gang í síðari hálfleik og þá fóru hlutirnir loksins að ganga upp hjá HK sem á fyrri stundarfjórðungnum náði að minnka muninn í eitt mark. Til að bæta gráu á svart hjá heimamönnum fékk Andri Berg Haraldsson að líta rauða spjaldið fyrir að brjóta á Ólafi Bjarka. Þar að auki var Róbert Aron úr leik vegna meiðsla. Allt virtist HK-ingum í hag. En þá hrundi leikur liðsins algerlega. Arnar Birkir Hálfdánsson átti gríðarlega sterka innkomu og skoraði nokkur afar mikilvæg mörk fyrir Fram sem náði að sigla fram úr aftur. Reyndar keyrðu þeir yfir HK-inga á lokakafla leiksins og skoruðu þá tólf mörk gegn aðeins þremur.Daníel Berg Grétarsson skoraði sjö mörk fyrir HK í kvöld, þar af sex í fyrri hálfleik.Mynd/AntonVilhelm Gauti Bergsveinsson, leikmaður HK, fékk að líta rauða spjaldið undir lokin í leiknum fyrir pirringsbrot þegar að Arnar Birkir var í hraðaupphlaupi á lokasekúndum leiksins. Arnar Birkir var drjúgur síðustu mínúturnar og aðrir ungir Framarar stóðu sig vel. Matthías Daðason átti ágæta innkomu í vinstra hornið auk þess sem að Einar Rafn Eiðsson átti góða spretti. HK-ingar hafa oft spilað miklu betur en í þessum leik. Ólafur Bjarki náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik og Daníel Berg ekki í þeim síðari. Bjarki Már hornamaður var langt frá sínu besta og Björn Ingi markvörður sömuleiðis. Atli Ævar Ingólfsson línumaður var ágætur í fyrri hálfleik en það dró af honum í þeim síðari.Tölfræði leiksins:Fram - HK 36 - 26 (18 - 13)Mörk Fram (skot): Andri Berg Haraldsson 7 (13), Arnar Birkir Hálfdánsson 6/1 (7/1), Einar Rafn Eiðsson 6/2 (9/3), Róbert Aron Hostert 4 (4), Haraldur Þorvarðarson 4 (5), Halldór Jóhann Sigfússon 3 (3), Matthías Daðason 3 (4), Magnús Stefánsson 3 (5), Jóhann Karl Reynisson (1), Kristján Svan Kristjánsson (3).Varin skot: Magnús Erlendsson 14 (39/6, 36%), Björn Viðar Björnsson 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 7 (Einar Rafn 2, Matthías 2, Haraldur 1, Róbert Aron 1, Arnar Birkir 1). Fiskuð víti: 4 (Halldór Jóhann 1, Andri Berg 1, Matthías 1, Arnar Birkir 1). Utan vallar: 8 mínútur.Mörk HK (skot): Ólafur Bjarki Ragnarsson 8/5 (14/5), Daníel Berg Grétarsson 7 (11), Atli Ævar Ingólfsson 4 (8), Bjarki Már Elíasson 4/2 (8/2), Hörður Másson 2 (4), Hákon Bridde 1 (1), Brynjar Freyr Valsteinsson (1). Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 13/1 (45/3, 29%), Valgeir Tómasson 0 (4/1). Hraðaupphlaup: 4 (Daníel Berg 2, Bjarki Már 1, Ólafur Bjarki 1). Fiskuð víti: 7 (Ólafur Bjarki 3, Hörður 2, Bjarki Már 1, Daníel Berg 1). Utan vallar: 8 mínútur.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson.
Olís-deild karla Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira