Friðurinn úti með tilkomu Facebook 1. desember 2010 13:15 Allt brjálað á vegamótum Jónas Óli Jónasson, plötusnúður á Vegamótum, segir að vera erlendu stjarnanna hafi spurst fljótt út í gegnum Facebook.fréttablaðið/anton Sjónvarpsstjörnurnar Shawn Pyfrom og Penn Badgley skemmtu sér í Reykjavík um helgina. Fréttir af komu þeirra spurðust hratt út í gegnum Facebook. Eigandi Vegamóta segir lítinn frið fyrir erlenda gesti með nýjustu tækninni. „Það kom fullt af stelpum hingað sem vildu láta taka myndir af sér með þeim," segir Andri Björnsson, eigandi veitingastaðarins Vegamóta. Fréttablaðið sagði í gær frá því að sjónvarpsstjörnurnar Shawn Pyfrom og Penn Badgley hefðu skemmt sér í miðborg Reykjavíkur um helgina. Þeir félagar snæddu nokkrum sinnum á Vegamótum á meðan á dvöl þeirra stóð, en samkvæmt heimildum blaðsins er Pyfrom ennþá á landinu. Sá fjöldi ungra stúlkna sem lagði leið sína á Vegamót um helgina vakti athygli en skýringin á því kann að vera einföld. „Það voru einhverjir sem sáu þá hér og sögðu frá því á Facebook. Í dag er fólk einfaldlega með netið í símanum, svo þetta spyrst hratt út," segir Andri. Í kjölfarið myndaðist mikil spenna meðal ungra stúlkna og Vegamót varð skyndilega vinsælasti áfangastaður þeirra. Þeir Pyfrom og Badgley fengu því ekki mikinn frið frá æstum aðdáendum meðan á Íslandsdvölinni stóð. Andri segir þetta ekki hafa verið svona slæmt áður en Facebook kom til sögunnar. Vinsælir Þeir Shawn Pyfrom úr Desperate Housewives og Penn Badgley úr Gossip Girl skemmtu sér vel á Íslandi um liðna helgi. „Þá kannski hringdu einhverjir sín á milli eða sendu SMS. En nýjasta tæknin flýtir fyrir fréttunum, enda nýtur Facebook gríðarlegra vinsælda hjá ungu fólki." Hann segir að fjölmargir þekktir einstaklingar hafi í gegnum tíðina komið á Vegamót og verið tiltölulega óáreittir. Andri telur samt ekki að þeim Pyfrom og Badgley hafi þótt athyglin slæm. „Þeir væru ábyggilega með sólgleraugu og derhúfu ef þeir vildu fá að vera í friði," segir Andri og hlær. Jónas Óli Jónasson, plötusnúður á Vegamótum, er sammála Andra. „Það komu svona sextíu stelpur á meðan þeir voru hérna og það er klárlega bara út af Facebook." Jónas spjallaði lítillega við þá Pyfrom og Badgley á laugardaginn. „Þeir sögðust ætla að kíkja út um kvöldið og að þeir kæmu örugglega til okkar. Þeir enduðu svo bara á Austur og voru þar eiginlega allan tímann," segir Jónas, svekktur yfir því að hafa ekki verið að spila á Austur eins og hann hefur oft gert. Fyrir daga Facebook hefðu þeir félagar án efa getað skroppið til Íslands og fengið að vera í friði. Svo er það kannski ekki besta leiðin fyrir fræga fólkið að tilkynna það á netinu hvert förinni er heitið, að minnsta kosti ekki ef menn ætla að fá að vera í friði fyrir aðdáendum.kristjana@frettabladid.is Lífið á Vísir.is á Facebook. Lífið Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Sjá meira
Sjónvarpsstjörnurnar Shawn Pyfrom og Penn Badgley skemmtu sér í Reykjavík um helgina. Fréttir af komu þeirra spurðust hratt út í gegnum Facebook. Eigandi Vegamóta segir lítinn frið fyrir erlenda gesti með nýjustu tækninni. „Það kom fullt af stelpum hingað sem vildu láta taka myndir af sér með þeim," segir Andri Björnsson, eigandi veitingastaðarins Vegamóta. Fréttablaðið sagði í gær frá því að sjónvarpsstjörnurnar Shawn Pyfrom og Penn Badgley hefðu skemmt sér í miðborg Reykjavíkur um helgina. Þeir félagar snæddu nokkrum sinnum á Vegamótum á meðan á dvöl þeirra stóð, en samkvæmt heimildum blaðsins er Pyfrom ennþá á landinu. Sá fjöldi ungra stúlkna sem lagði leið sína á Vegamót um helgina vakti athygli en skýringin á því kann að vera einföld. „Það voru einhverjir sem sáu þá hér og sögðu frá því á Facebook. Í dag er fólk einfaldlega með netið í símanum, svo þetta spyrst hratt út," segir Andri. Í kjölfarið myndaðist mikil spenna meðal ungra stúlkna og Vegamót varð skyndilega vinsælasti áfangastaður þeirra. Þeir Pyfrom og Badgley fengu því ekki mikinn frið frá æstum aðdáendum meðan á Íslandsdvölinni stóð. Andri segir þetta ekki hafa verið svona slæmt áður en Facebook kom til sögunnar. Vinsælir Þeir Shawn Pyfrom úr Desperate Housewives og Penn Badgley úr Gossip Girl skemmtu sér vel á Íslandi um liðna helgi. „Þá kannski hringdu einhverjir sín á milli eða sendu SMS. En nýjasta tæknin flýtir fyrir fréttunum, enda nýtur Facebook gríðarlegra vinsælda hjá ungu fólki." Hann segir að fjölmargir þekktir einstaklingar hafi í gegnum tíðina komið á Vegamót og verið tiltölulega óáreittir. Andri telur samt ekki að þeim Pyfrom og Badgley hafi þótt athyglin slæm. „Þeir væru ábyggilega með sólgleraugu og derhúfu ef þeir vildu fá að vera í friði," segir Andri og hlær. Jónas Óli Jónasson, plötusnúður á Vegamótum, er sammála Andra. „Það komu svona sextíu stelpur á meðan þeir voru hérna og það er klárlega bara út af Facebook." Jónas spjallaði lítillega við þá Pyfrom og Badgley á laugardaginn. „Þeir sögðust ætla að kíkja út um kvöldið og að þeir kæmu örugglega til okkar. Þeir enduðu svo bara á Austur og voru þar eiginlega allan tímann," segir Jónas, svekktur yfir því að hafa ekki verið að spila á Austur eins og hann hefur oft gert. Fyrir daga Facebook hefðu þeir félagar án efa getað skroppið til Íslands og fengið að vera í friði. Svo er það kannski ekki besta leiðin fyrir fræga fólkið að tilkynna það á netinu hvert förinni er heitið, að minnsta kosti ekki ef menn ætla að fá að vera í friði fyrir aðdáendum.kristjana@frettabladid.is Lífið á Vísir.is á Facebook.
Lífið Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Sjá meira