Bjössi í Mínus kemst inn í leiklistarskóla í Danmörku 9. júlí 2010 11:00 Björn Stefánsson tónlistarmaður hefur fengið inngöngu í leiklistarskóla í Danmörku. fréttablaðið/anton Tónlistarmaðurinn Björn Stefánsson, betur þekktur sem Bjössi í Mínus, hefur leiklistarnám við Teaterskolen Holberg nú í haust. Hann segist þó ekki hættur í tónlistinni því hann mun sinna henni meðfram leiklistarnáminu. „Fréttirnar komu flestum sem ég þekki á óvart. Ég sagði engum frá því að ég ætlaði í inntökuprófið því ég nennti ekki að þurfa að útskýra mig ef ég fengi ekki inngöngu," útskýrir Björn. Hann segir leiklist og tónlist haldast svolítið í hendur og segir flesta tónlistarmenn dreyma um að verða leikara og öfugt. „Mér finnst leiklistin mjög heillandi. Mér finnst gaman að skapa karakter og halda það út að vera hann í einhvern tíma, það er eitthvað mjög heillandi við það." Inntökuprófið sjálft tók um sex klukkustundir í allt og segir Björn að hann hafi mætt kokhraustur á staðinn og ákveðinn í að láta litla dönskukunnáttu ekki aftra sér. „Ég gerði mig oft að fífli þarna en ég trúi því að ef maður gerir sitt besta þá sjái fólk það. Skólinn hefur líka boðið mér að taka dönskunám samhliða leiklistarnáminu sem ég ætla að gera. Ég er bæði spenntur og kvíðinn en ég hef alltaf haft þörf fyrir að ögra sjálfum mér og þetta er þannig verkefni." Björn mun dvelja í Danmörku næstu fjögur árin ásamt unnustu sinni og dóttur, sem hafa að hans sögn aðlagast nýjum heimkynnum vel. „Við erum búin að vera í Danmörku í rúmt ár og líður mjög vel þar. Sú litla er nánast orðin dönsk, talar tungumálið fullkomlega og gerir óspart grín að mér þegar ég segi eitthvað vitlaust," segir hann og hlær. Björn segist þó ekki hættur í tónlistinni og mun hann sinna henni eitthvað meðfram náminu. „Ég verð alltaf tónlistarmaður. En núna ætla ég að einbeita mér að náminu og minna að tónlistinni, enda krefst námið mikillar viðveru," segir Björn að lokum. sara@frettabladid.is Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Björn Stefánsson, betur þekktur sem Bjössi í Mínus, hefur leiklistarnám við Teaterskolen Holberg nú í haust. Hann segist þó ekki hættur í tónlistinni því hann mun sinna henni meðfram leiklistarnáminu. „Fréttirnar komu flestum sem ég þekki á óvart. Ég sagði engum frá því að ég ætlaði í inntökuprófið því ég nennti ekki að þurfa að útskýra mig ef ég fengi ekki inngöngu," útskýrir Björn. Hann segir leiklist og tónlist haldast svolítið í hendur og segir flesta tónlistarmenn dreyma um að verða leikara og öfugt. „Mér finnst leiklistin mjög heillandi. Mér finnst gaman að skapa karakter og halda það út að vera hann í einhvern tíma, það er eitthvað mjög heillandi við það." Inntökuprófið sjálft tók um sex klukkustundir í allt og segir Björn að hann hafi mætt kokhraustur á staðinn og ákveðinn í að láta litla dönskukunnáttu ekki aftra sér. „Ég gerði mig oft að fífli þarna en ég trúi því að ef maður gerir sitt besta þá sjái fólk það. Skólinn hefur líka boðið mér að taka dönskunám samhliða leiklistarnáminu sem ég ætla að gera. Ég er bæði spenntur og kvíðinn en ég hef alltaf haft þörf fyrir að ögra sjálfum mér og þetta er þannig verkefni." Björn mun dvelja í Danmörku næstu fjögur árin ásamt unnustu sinni og dóttur, sem hafa að hans sögn aðlagast nýjum heimkynnum vel. „Við erum búin að vera í Danmörku í rúmt ár og líður mjög vel þar. Sú litla er nánast orðin dönsk, talar tungumálið fullkomlega og gerir óspart grín að mér þegar ég segi eitthvað vitlaust," segir hann og hlær. Björn segist þó ekki hættur í tónlistinni og mun hann sinna henni eitthvað meðfram náminu. „Ég verð alltaf tónlistarmaður. En núna ætla ég að einbeita mér að náminu og minna að tónlistinni, enda krefst námið mikillar viðveru," segir Björn að lokum. sara@frettabladid.is
Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira