Hostel-framleiðandi vinnur að íslenskri glæpamynd 22. mars 2010 06:00 Spenntir Stefán Máni og Óskar Þór geta vart beðið eftir því að tökur á kvikmyndinni Svartur á leik hefjist. Myndin er gerði eftir samnefndri bók Stefáns en það eru þeir Þorvaldur Davíð og Jóhannes Haukur sem leika aðalhlutverkin. Fréttablaðið/Valli Chris Biggs, einn af framleiðendum hryllingsmyndanna Hostel eftir Eli Roth, verður einn af framleiðendum íslensku glæpamyndarinnar Svartur á leik sem byggð er á samnefndri bók Stefáns Mána. Danski kvikmyndaleikstjórinn Nicholas Winding Refn verður einnig einn af framleiðendum myndarinnar en hann er hvað þekktastur fyrir undirheimamyndir sínar Pusher sem nutu mikilla vinsælda hér á landi. Þórir Snær Sigurjónsson hjá ZikZak er náin vinur Refn en Þórir framleiddi Valhalla-mynd leikstjórans sem skartaði Mads Mikkelsen í aðalhlutverki. Að sögn Óskars Þór Axelssonar, leikstjóra myndarinnar og handritshöfundarins, er það mikill fengur fyrir myndina að fá þessa tvo aðila til liðs við myndina. „Biggs er mikill Íslandsvinur, kemur hingað reglulega og hreifst af handritinu. Hann hefur sínar hugmyndir um hvernig hún getur verið eins íslensk og mögulegt er,“ segir Óskar þegar Fréttablaðið settist niður með honum og Stefáni Mána. Rithöfundurinn sjálfur var ákaflega spenntur fyrir því að sjá bókina lifna við á hvíta tjaldinu og hann er sáttur við handritið. „Það sem mér finnst eiginlega skemmtilegast er að bókin er ekki eins og kvikmyndin og kvikmyndin er ekki eins og bókin. Sá sem hefur lesið bókina er því ekki búin að sjá kvikmyndina og svo öfugt,“ segir Stefán. Óskar segir stefnt á tökur um miðjan júlí en eins og Fréttablaðið hefur greint frá mun Þorvaldur Davíð Kristjánsson koma beint úr námi sínu við Julliard-skólann í New York og leika aðalhlutverkið, sjálfan Stebba Sækó. Jóhannes Haukur Jóhannesson mun síðan leika dyravörðinn Tóta, hrottann ógurlega. „Hann þarf að leggja mikið á sig líkamlega, taka vel á því ræktinni, krúnuraka sig og safna hökutopp. En mér skilst að hann hlakki bara mikið til enda er þetta mesta áskorunin fyrir leikara, að taka svona hlutverk að sér,“ skýtur Stefán inní en það eru framleiðslufyrirtækin Filmus og ZikZak sem standa að gerð myndarinnar. -fgg Íslandsvinir Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Fleiri fréttir Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Sjá meira
Chris Biggs, einn af framleiðendum hryllingsmyndanna Hostel eftir Eli Roth, verður einn af framleiðendum íslensku glæpamyndarinnar Svartur á leik sem byggð er á samnefndri bók Stefáns Mána. Danski kvikmyndaleikstjórinn Nicholas Winding Refn verður einnig einn af framleiðendum myndarinnar en hann er hvað þekktastur fyrir undirheimamyndir sínar Pusher sem nutu mikilla vinsælda hér á landi. Þórir Snær Sigurjónsson hjá ZikZak er náin vinur Refn en Þórir framleiddi Valhalla-mynd leikstjórans sem skartaði Mads Mikkelsen í aðalhlutverki. Að sögn Óskars Þór Axelssonar, leikstjóra myndarinnar og handritshöfundarins, er það mikill fengur fyrir myndina að fá þessa tvo aðila til liðs við myndina. „Biggs er mikill Íslandsvinur, kemur hingað reglulega og hreifst af handritinu. Hann hefur sínar hugmyndir um hvernig hún getur verið eins íslensk og mögulegt er,“ segir Óskar þegar Fréttablaðið settist niður með honum og Stefáni Mána. Rithöfundurinn sjálfur var ákaflega spenntur fyrir því að sjá bókina lifna við á hvíta tjaldinu og hann er sáttur við handritið. „Það sem mér finnst eiginlega skemmtilegast er að bókin er ekki eins og kvikmyndin og kvikmyndin er ekki eins og bókin. Sá sem hefur lesið bókina er því ekki búin að sjá kvikmyndina og svo öfugt,“ segir Stefán. Óskar segir stefnt á tökur um miðjan júlí en eins og Fréttablaðið hefur greint frá mun Þorvaldur Davíð Kristjánsson koma beint úr námi sínu við Julliard-skólann í New York og leika aðalhlutverkið, sjálfan Stebba Sækó. Jóhannes Haukur Jóhannesson mun síðan leika dyravörðinn Tóta, hrottann ógurlega. „Hann þarf að leggja mikið á sig líkamlega, taka vel á því ræktinni, krúnuraka sig og safna hökutopp. En mér skilst að hann hlakki bara mikið til enda er þetta mesta áskorunin fyrir leikara, að taka svona hlutverk að sér,“ skýtur Stefán inní en það eru framleiðslufyrirtækin Filmus og ZikZak sem standa að gerð myndarinnar. -fgg
Íslandsvinir Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið Fleiri fréttir Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Sjá meira