Körfubolti

Ingi Þór: Liðið þarf að komast upp á tærnar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Snæfellingar náðu sér ekki á strik í kvöld.
Snæfellingar náðu sér ekki á strik í kvöld.

„Maður er aldrei sáttur við að tapa en við hittum Keflvíkingana í miklum ham og því miður var heildin okkar ekki til staðar," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir tapið í Keflavík í kvöld.

Fyrir leik var spurningin hvort Sean Burton myndi geta spilað vegna meiðsla. Hann var með en greinilega ekki heill.

„Hann var ekki skugginn af sjálfum sér en hann tapaði auðvitað ekki leiknum, það var liðsheildin sem gerði það. Hlynur og Siggi (Sigurður Þorvaldsson) áttu góðan leik en annars var liðið ekki að gera það sem það átti að vera að gera. Við þurfum bara að safna kröftum og fara yfir það sem við getum gert betur. Liðið þarf að komast upp á tærnar," sagði Ingi Þór.

Næsti leikur verður í Hólminum á fimmtudagskvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×