Umfjöllun: Valsmenn heppnir að sleppa með stig úr Safamýri Elvar Geir Magnússon skrifar 18. febrúar 2010 21:25 Haraldur Þorvarðarson, leikmaður Fram, í baráttunni. Reykjavíkurliðin Fram og Valur mættust í miklum spennuleik í N1-deildinni í kvöld. Leiknum lauk með jafntefli 26-26 þar sem Framarar voru í lykilstöðu þegar lítið var eftir af leiknum. Staða þessara erkifjenda fyrir leik var ansi ólík. Framarar hafa verið í tómu tjóni í vetur og sátu í botnsætinu með aðeins tvö stig, þeir þurftu heldur betur á báðum stigunum að halda. Valsarar, í öðru sætinu, gátu hinsvegar minnkað forystu Hauka á toppi deildarinnar niður í þrjú stig. Það hefur oftast verið betur mætt á viðureignir þessara tveggja liða en aðeins um 80 manns voru mættir í stúkuna þegar leikurinn var flautaður á. Áhorfendum átti þó eftir að fjölga umtalsvert. Framarar mættu heldur betur grimmir til leiks og alveg ljóst að þeir ætluðu ekkert að gefa eftir. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum en lokamínúturnar fyrir hlé voru nokkuð sveiflukenndar. Þegar um tíu mínútur voru til hálfleiks hafði Valur tveggja marka forystu 7-9. Þá náðu heimamenn frábærum kafla og komust yfir 11-9, Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, tók leikhlé og las sínum mönnum pistilinn. Það skilaði sér í því að Hlíðarendapiltar leiddu með einu marki í hálfleik 12-13. Hörkubarátta, báðir markverðirnir að finna sig nokkuð vel og munurinn aldrei meiri en tvö mörk. Jafnræðið hélt svo áfram í seinni hálfleiknum en þegar hann var tæplega hálfnaður náðu Framarar fjögurra marka forystu 22-18. Mótspyrnan virtist koma Völsurum í opna skjöldu og var sóknarleikur þeirra langt frá því nægilega góður. Framarar voru komnir í lykilstöðu en gerðu klaufaleg mistök sem hleyptu gestunum inn í þetta á ný. Valsmenn jöfnuðu 26-26 þegar tæp mínúta var eftir. Guðjóni Drengssyni brást bogalistin í síðustu sókn Fram og það sama gerði Baldvin Þorsteinsson með lokaskoti leiksins þegar tíminn var að renna út. Liðin skiptu stigunum því á milli sín í hörkuleik. Framarar munu greinilega berjast til síðasta blóðdropa, spiluðu góða vörn en á móti var varnarleikur Vals langt frá sínu besta. Fram - Valur 26-26 (12-13) Mörk Fram (skot): Einar Eiðsson 9/5 (9/5), Halldór Jóhann Sigfússon 4 (6), Guðjón Drengsson 4 (6), Haraldur Þorvarðarson 3 (4), Hákon Stefánsson 3 (5), Magnús Stefánsson 2 (2), Daníel Berg Grétarsson 1 (4), Andri Berg Haraldsson 0 (3).Varin skot: Magnús Erlendsson 18Hraðaupphlaup: 7 (Guðjón 2, Magnús 2, Einar, Halldór, Hákon)Fiskuð víti: 5 (Halldór 3, Haraldur, Hákon)Utan vallar: 8 mín. Mörk Vals (skot): Orri Freyr Gíslason 7 (8), Arnór Þór Gunnarsson 6/2 (9/2), Elvar Friðriksson 4 (8), Ingvar Árnason 3 (4), Gunnar Ingi Jóhannsson 2 (2), Ernir Hrafn Arnarson 2 (7), Baldvin Þorsteinsson 1 (3), Jón Björgvin Pétursson 1 (2), Sigurður Eggertsson 0 (1), Atli Már Báruson 0 (3).Varin skot: Hlynur Morthens 16Hraðaupphlaup: 5 (Ingvar 2, Arnór 2, Gunnar)Fiskuð víti: 2 (Arnór, Orri)Utan vallar: 6 mín. Olís-deild karla Tengdar fréttir Guðjón: Töpuðum stigi í dag Guðjón Drengsson, leikmaður Fram, segir að liðið muni ekkert gefa eftir í baráttunni fyrir lífi sínu í deildinni. Framarar sem sitja á botni deildarinnar gerðu jafntefli við Valsmenn á heimavelli sínum 26-26. 18. febrúar 2010 21:30 Óskar Bjarni: Ekkert sem afsakar vörnina „Framarar voru bara betri, þeir stjórnuðu leiknum," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir að liðið gerði 26-26 jafntefli við botnlið Fram í Safamýri. 18. febrúar 2010 00:01 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Reykjavíkurliðin Fram og Valur mættust í miklum spennuleik í N1-deildinni í kvöld. Leiknum lauk með jafntefli 26-26 þar sem Framarar voru í lykilstöðu þegar lítið var eftir af leiknum. Staða þessara erkifjenda fyrir leik var ansi ólík. Framarar hafa verið í tómu tjóni í vetur og sátu í botnsætinu með aðeins tvö stig, þeir þurftu heldur betur á báðum stigunum að halda. Valsarar, í öðru sætinu, gátu hinsvegar minnkað forystu Hauka á toppi deildarinnar niður í þrjú stig. Það hefur oftast verið betur mætt á viðureignir þessara tveggja liða en aðeins um 80 manns voru mættir í stúkuna þegar leikurinn var flautaður á. Áhorfendum átti þó eftir að fjölga umtalsvert. Framarar mættu heldur betur grimmir til leiks og alveg ljóst að þeir ætluðu ekkert að gefa eftir. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum en lokamínúturnar fyrir hlé voru nokkuð sveiflukenndar. Þegar um tíu mínútur voru til hálfleiks hafði Valur tveggja marka forystu 7-9. Þá náðu heimamenn frábærum kafla og komust yfir 11-9, Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, tók leikhlé og las sínum mönnum pistilinn. Það skilaði sér í því að Hlíðarendapiltar leiddu með einu marki í hálfleik 12-13. Hörkubarátta, báðir markverðirnir að finna sig nokkuð vel og munurinn aldrei meiri en tvö mörk. Jafnræðið hélt svo áfram í seinni hálfleiknum en þegar hann var tæplega hálfnaður náðu Framarar fjögurra marka forystu 22-18. Mótspyrnan virtist koma Völsurum í opna skjöldu og var sóknarleikur þeirra langt frá því nægilega góður. Framarar voru komnir í lykilstöðu en gerðu klaufaleg mistök sem hleyptu gestunum inn í þetta á ný. Valsmenn jöfnuðu 26-26 þegar tæp mínúta var eftir. Guðjóni Drengssyni brást bogalistin í síðustu sókn Fram og það sama gerði Baldvin Þorsteinsson með lokaskoti leiksins þegar tíminn var að renna út. Liðin skiptu stigunum því á milli sín í hörkuleik. Framarar munu greinilega berjast til síðasta blóðdropa, spiluðu góða vörn en á móti var varnarleikur Vals langt frá sínu besta. Fram - Valur 26-26 (12-13) Mörk Fram (skot): Einar Eiðsson 9/5 (9/5), Halldór Jóhann Sigfússon 4 (6), Guðjón Drengsson 4 (6), Haraldur Þorvarðarson 3 (4), Hákon Stefánsson 3 (5), Magnús Stefánsson 2 (2), Daníel Berg Grétarsson 1 (4), Andri Berg Haraldsson 0 (3).Varin skot: Magnús Erlendsson 18Hraðaupphlaup: 7 (Guðjón 2, Magnús 2, Einar, Halldór, Hákon)Fiskuð víti: 5 (Halldór 3, Haraldur, Hákon)Utan vallar: 8 mín. Mörk Vals (skot): Orri Freyr Gíslason 7 (8), Arnór Þór Gunnarsson 6/2 (9/2), Elvar Friðriksson 4 (8), Ingvar Árnason 3 (4), Gunnar Ingi Jóhannsson 2 (2), Ernir Hrafn Arnarson 2 (7), Baldvin Þorsteinsson 1 (3), Jón Björgvin Pétursson 1 (2), Sigurður Eggertsson 0 (1), Atli Már Báruson 0 (3).Varin skot: Hlynur Morthens 16Hraðaupphlaup: 5 (Ingvar 2, Arnór 2, Gunnar)Fiskuð víti: 2 (Arnór, Orri)Utan vallar: 6 mín.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Guðjón: Töpuðum stigi í dag Guðjón Drengsson, leikmaður Fram, segir að liðið muni ekkert gefa eftir í baráttunni fyrir lífi sínu í deildinni. Framarar sem sitja á botni deildarinnar gerðu jafntefli við Valsmenn á heimavelli sínum 26-26. 18. febrúar 2010 21:30 Óskar Bjarni: Ekkert sem afsakar vörnina „Framarar voru bara betri, þeir stjórnuðu leiknum," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir að liðið gerði 26-26 jafntefli við botnlið Fram í Safamýri. 18. febrúar 2010 00:01 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sjá meira
Guðjón: Töpuðum stigi í dag Guðjón Drengsson, leikmaður Fram, segir að liðið muni ekkert gefa eftir í baráttunni fyrir lífi sínu í deildinni. Framarar sem sitja á botni deildarinnar gerðu jafntefli við Valsmenn á heimavelli sínum 26-26. 18. febrúar 2010 21:30
Óskar Bjarni: Ekkert sem afsakar vörnina „Framarar voru bara betri, þeir stjórnuðu leiknum," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir að liðið gerði 26-26 jafntefli við botnlið Fram í Safamýri. 18. febrúar 2010 00:01