Lífið

Vill fá börnin heim

Nicole Kidman
Nicole Kidman
Leikkonan Nicole Kidman á erfitt með að sætta sig við að börnin tvö sem hún ættleiddi með Tom Cruise kjósi frekar að búa með föður sínum og konu hans Katie Holmes.

Kidman og Cruise ólu upp hina átján ára Isabellu og hinn fimmtán ára Connor þangað til þau skildu árið 2001. Þá ákváðu börnin að búa með Cruise og gera enn. „Þau búa hjá Tom en það var þeirra ákvörðun. Það yrði frábært ef þau myndu búa hjá okkur en hvað getur maður gert?" sagði Kidman, sem býr með eiginmanni sínum, sveitasöngvaranum Keith Urban.

„Þau eru heilbrigð og geta verið saman. Þau eru frábærar manneskjur."

Kidman á einnig dótturina Sunday Rose með eiginmanni sínum. „Það er yndislegt að vera 43 ára og eiga eina tveggja og hálfs árs," sagði hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.